litla frænka mín var lögð í einelti.. ég er í sama skóla og hún og gat ekki horft uppá þetta.. hún var alltaf ein í fríminótunum, hálf grátandi af því að einhver var að stríða henni eða skipa henni að fara í burtu. ég fór alltaf til hennar og var með henni yfir fríminóturnar, missti af helling af stundum með vinum mínum sem vildu skiljanlega ekki hafa hana með. ég ákvað að þetta gengi ekki lengur svo ég labbaði inní “vina” hópinn og spurði krakkana voða lúmsk afhverju þau vildu ekki leika...