Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Ennþá ömurlegri Japanskur grínþáttur á S1

í Tilveran fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Hahaha, ég sá þennan þátt um daginn. Þetta er enginn smá sýra, fyrst fannst mér þetta glatað en svo var ég farinn að hlægja af þessu eftir smá áhorf. Ég horfði samt bara á þetta með öðru auganu, en þetta var ansi fyndið á köflum.

Re: Hugleiðing um bassakaup

í Hljóðfæri fyrir 20 árum, 3 mánuðum
www.music123.com ;) getur skoðað fullt af hljóðfærum þarna, svo er líka bara málið að renna í gegnum búðirnar hérna heima og prufa bassa. Ég mæli samt með music123 og ekkert vera hræddur um að panta þaðan.

Re: Nirvana - Hormoaning

í Rokk fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Hvað myndiru þá flokka Soundgarden?……Black Hole Sun og fleiri slagara, það kalla ég nú grunge. Er þá Alice in Chains ekki heldur grunge? Er Nirvana bara grunge eða? En með Hormaoning, hvar fékkstu hana eginlega? Það á að vera ansi erfitt að fá hana, safngripur held ég, og já hún var gefin út í janúar '92 í Ástralíu og svo mánuði seinna í japan(5.febrúar), og þá með öðru coveri, bláu :)

Re: Nirvana - Hormoaning

í Rokk fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Vóó vó, hvað ertu að meina með að setja Soundgarden ekki með í grunge-ið. Auðvitað er þetta í sömu bylgjunni, þó vissulega séu þetta ekki eins sveitir, en þetta myndi ég flokka í grunge senuna. Hvað annað??? Segðu mér eitt chong, áttu Hormoaning skífu?

Re: Nirvana - In Utero

í Rokk fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Þetta er dæmi um fína Nirvana grein. Samt dáldið fyndið að þú kvartar yfir sólo-unum. Það er nú ekki eins og þau hafi verið neitt rosaleg hjá Kurt, en þó mjög smekkleg. Það hefði verið mjög leiðinlegt held ég að hafa solo í öllum lögunum. Svo sé ég ekki hvernig Bleach getur verið langbest, það er auðvitað smekksatriði en sem plata þá finnst mér hún alls ekki vera betri en Nevermind og In Utero. Bleach er ekki léleg plata en hvernig getur hún verið miklu betri en hinar, hvað er það sem lætur...

Re: Á Sprengisandi með Lokbrá

í Rokk fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Þetta er allveg magnað hjá ykkur, ég sá þetta live hjá ykkur i Hinu húsinu fyrir svolitlu síðan og það var allveg tryllt. Ég væri til í að heyra Skinkufeitur(hvað það nú heitir) í upptökugæðum, sem og fleiri lög með ykkur. Er ekkert plata á leiðinni?

Re: Nirvana - Single set box

í Rokk fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Hormoaning var fyrst gefin út til þess að prómotera bandið í Ástralíu on var síðan gefin út gefin út stuttu seinna í Japan af sömu ástæðum. Þetta eru safngripir núna.

Re: Nirvana - Single set box

í Rokk fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég keypti þetta þegar að ég var sem mest inn í þeim félögum. Heart-Shaped Box smáskífan finnst mér best. Annars er voðalega mikið af góðum b-side lögum til með Nirvana. Ég hefði ekkert á móti að fá eins og einn b-side disk með þeim, vonandi verður hann gefinn út einhvertímann fljótlega.

Re: Hvaða lög finnst þjer skemmtilegast að spila á gítarinn þinn?

í Hljóðfæri fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Hvar finnur maður gott tab af Special Needs með Placebo?

Re: Noise í viðtali á RadíóRvk kl.17.00

í Rokk fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Úps, ég tók ekki eftir að það stóð í headline-inu.

Re: Noise í viðtali á RadíóRvk kl.17.00

í Rokk fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Magnað, maður stillir inn. En kl. hvað verður þetta?

Re: Medal Of Honor, Splinter Cell eða Metal gear solid 2

í Leikjatölvur fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Metal Gear Solid 2 er á tilboði í bt núna á 2.200 minnir mig, eitthvað um það allaveg, er það ekki ódýrara en platnum?

Re: Slide

í Hljóðfæri fyrir 20 árum, 3 mánuðum
:) Ég skelli einu svona stykki með í pöntunina, og prufa að muddslide-a eins og kallinn í puddle of mudd haha…

Re: Medal Of Honor, Splinter Cell eða Metal gear solid 2

í Leikjatölvur fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Ég mæli með Metal Gear Solid 2, hann er allveg frábær. Ég myndi alls ekki taka Medal of Honor Frontline, hann er ekkert sérstakur. Ég leigði mér einhvertímann Splinter Cell, hann var fínn. En ég persónulega fýlaði Metal Gear betur, mæli með honum.

Re: music123 pælingar

í Hljóðfæri fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Maður tekur verðið á öllum hlutunum, margfaldar með 76(dollarinn) og svo margfaldar maður það með 1,245(VSK). Svo bætir maður ca. 10-12þús við þá upphæð og þá er maður kominn með þetta :) algjör óþarfi að vera að nota shopusa, fyrir þá sem að voru að vesenast í því.

Re: Kazaa, Napster eða DC++?

í Rokk fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Þessvegna mælti ég með Kazaa Lite, það er allveg laust við allt pop-up, spyware og vírus shit. Einnig er það mjög þægilegt í notkun og maður finnur allveg heilmikið þar.

Re: music123 pælingar

í Hljóðfæri fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Það borgar sig að panta þarna, nema kanski magnara. Ég pantaði allavega gítar,hardcase,gítarstand og tvo effecta þaðan og sendingarkostnaðurinn var rúmar 12.000k

Re: Kazaa, Napster eða DC++?

í Rokk fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Fáðu þér Kazaa Lite það er mikið betra forrit og er ekki með svona spyware shit eins og kazaa. Ég mæli með því, held það sé hægt að finna það á download.com

Re: Siða með giturunum gitarleikaranna?

í Hljóðfæri fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Er það svona gítar: http://www.music123.com/brand/?d=4&dd=954727683&sd=954727818&b=310 einhver af þessum?

Re: Útgáfutónleikar Noise á Gauknum ásamt Lokbrá.

í Rokk fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Ég sá myndbandið við Paranoid Parasite í nótt á skjáeinum. Flott video við geðveikt lag.

Re: einhverjar hugmyndir..?

í Rokk fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Bítlarnir eru einnig tilvaldir…

Re: einhverjar hugmyndir..?

í Rokk fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Ég myndi nú allavega pottþétt hafa Smells Like Teen Spirit og Lithium með Nirvana, jafnvel Territorial Pissings. Ég er mikill Nirvana aðdáandi, sjálfur hlusta ég varla neitt á þessi lög núna, en ég veit að það er fullt af fólki sem að fýlar þetta og þetta eru fín lög á svona böll. Svo er um að gera að skella lögum með Queen þarna og Paranoid með Black Sabbath. Þetta eru allavega lög sem að virka á svona böllum myndi ég halda.

Re: Frostrokk

í Rokk fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Eru einhverjir tónleikar á næstunni með Noise?

Re: Útgáfutónleikar Noise á Gauknum ásamt Lokbrá.

í Rokk fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Djö, ég hefði viljað komast inn. Ég var ólýsanlega pirraður þegar dyravörðurinn sagði að það væri 18 ára aldurstakmark. Hann var reyndar ekki með neitt bögg og var ekkert að pirrast þótt að maður væri að suða í honum. Mér finnst að maður hefði bara þurft að sýna skilríki á barnum. Ég tileinka gærkveldinu lagið Hate.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok