Einn ágætann veðurdag síðasta sumar var ég á röltinu í Köben, labbaði framhjá þessari risa geisladiskabúð, ákvað að kíkja aðeins inn og leið mín lá beint í Nirvana rekkan, en neinei, bara svona 20 eintök af þessum illa samsetta disk sem Best of diskurinn er og síðan 2-3 eintök af Nevermind , sem auðvitað hvert mannsbarn á.
Ég labbaði burt með fýlusvip, en hey, ég sá að það var mikið af diskum í kössum undir rekkunum svo ég hélt til baka og kíkti undir Nirvara safnið, þar blöstu við 2 kassar af Best of, og síðan Single set boxið sem ég hafði séð á netinu, ég var voða stoltur að eiga þetta í safnið mitt.
U.þ.b. 2 vikum seinna var ég heim á Íslandi í Smáralindinni að rölta um með vini mínum, við vorum nebblega á leið í bíó og vorum mættir nokkuð snemma. Á leið minni framhjá Skífunni rak ég augun í mörg eintök af Single set boxinu í sér statífi hjá afgreiðsluborðinu, ég var voða svektur en hvað með það. Svo ég komi mér loksins að efninu þá eru þetta 6 smáskífur aðallega með lögum af Nevermind og In Utero + nokkur stykki aukalög.

Smells like teen spirit:
1. Smells like teen spirit [Nevermind]: þarf að segja meira?
2. Even in his youth: að mínu mati finnst mér þetta bar nokkuð gott lag
3. Aneurysm [Incesticide]: Þetta lag er algjer snilld, löng byrjun og voðalega flott lag bara í heild sinni

Come as you are:
1. Come as you are [Nevermind]: Þessi klassíska snilld, reyndar búinn að heyra aðeins of mikið af því
2. Endless, nameless [Nevermind]: Úff þetta lag verð ég að segja að sé nokkuð slappt
3. School [live, (Bleach)]: Veit ekki alveg akkuru þetta lag er þarna, samt allt í fína lag, gott lag, tónleika upptaka, en var upphaflega af Bleach
4. Drain You [live, (Nevermind)]: Tónleika upptaka líka, gott lag.

Lithium:
1. Lithium [Nevermind]: Þetta lag er algjer snilld
2. Been a son [live,(Incesticide)]: Ég var frekar lengi að venjast þessu lagi sem Nirvana lagi. Gott lag , þau finnast nú betri lögin með Nirvana
3. Curmudgeon: ahh ég veit ekki alveg hvað ég á að segja með þetta lag

In Bloom
1. In Bloom [Nevarmind]: Snilld og aftur snilld
2. Sliver [live, (Incesticide)]: ja þetta fer í flokk með Been a son
3. Polly [live, (Nevermind/Incesticide)]: Þetta lag, Rape me og Lounge Art finnst mér bara lang bestu lögin með Nirvana

Heart-shaped Box
1. Heart-shaped box [In Utero]: Lag í rólegra kanntinum, mjög vel heppnað og gott í alla staði
2. Milk it [In Utero]: Ágætis lag, ekkert framúrskarandi gott
3. Marigold: Fínt lag sem mætti alveg hafa komið í stað ekkurs á In Utero

All apologies / Rape me
1. All apologies [In Utero]: Maget gott lag, rólegt og gríðarlega vel samið lag, að mínu mati, veit að margir þarna úti eru ósammaála.
2. Rape me [In Utero]: Þetta magnþrungna, gífurlega og frábæra lag er algjer BOMBA, ég stafa það og segji B-O-B-A
3. Moist Vagina: svosum ágætt lag, geta gert betur


Þetta var Single set boxið
Ég veit ég notaði mikið af lýsingarorðinu “snilld”, og svolítið af orðinu “mjög”, ég afsaka það en mér finnst bara næstum allt efni með Nirvana gríðarlega gott.

Það má vera að það leynist villur þarna, t.d. í sambandi við diska og svoleiðis, endilega leiðréttið mig þá.
(Kl. er 05:08 smá þreyttur, þá koma villurnar)

Góða nótt
Takk fyrir mig
(Skrif snart)

Kv. Einar “chong”