Eins og flestir vita eflaust héldu Noise útgáfutónleika í tilefni útkomu fyrstu plötu þeirra ,Pretty Ugly, á Gauknum í gær ásamt Lokbrá. Var ég það heppinn að vera viðstaddur þessa frábæru tónleika.
Lokbrá hófu kvöldið með stæl. Það sem einkennir lokbrá hvað helst er mjög mikil spilagleði og þéttleiki. Lagasmíðar þeirra eru líka í hæsta gæðaflokki. Lokbrá spiluðu í tæpan klukkutíma og voru frábærir! Sérstaklega fannst mér lagið, sem þeir kölluðu Pretty Ugly og sögðu að noise menn hefðu stolið af sér, sérstaklega skemmtilegt og kaflinn í endann var vægast sagt magnaður. Allur salurinn var farinn að kinka kolli með. Einnig var lagið þeirra um George Harrison eða nossiraH egroeG frábært og greip mig alveg!
Mæli með Lokbrá.

Jæja svo eftir nokkra bið var loksins komið að því. Noise stigu á svið. Þeir byrjuðu prógrammið sitt á slagaranum Paranoid Parasite, sem hefur ómað á öldum ljósvakans að undanförnu og það var GEÐVEIKT! Spilamennskan og sviðsframkoman alveg frábær. Sándið var líka alveg rosalega gott. Örugglega besta sánd sem ég hef heyrt hjá Noise frá upphafi. Eftir Paranoid Parasite tóku þeir Hollow, sem er einmitt topplagið á rokk.is. Það var líka alveg frábært. Svo tóku þeir alla plötuna nema eitt lag, Hangover. Hefði viljað sjá það. Annars nenni ég ekki að skrifa um öll lögin á plötunni því ég get bara sagt að þetta var fullkomið hjá noise mönnum þetta kvöldið! Eftir að þeir höfðu lokið við að spila lögin af plötunni þá hættu þeir en voru svo klappaðir upp og tóku þá tvö ný lög. Fat head eða hat (veit ekki hvort) og Drama queen sem var inná Airwaves heimasíðunni. Þessi lög eru vægast sagt frábær. Með þeim sýna noise líka á sér algjörlega nýja hlið. Þar sem lögin eru virkilega þung og mun flóknari en hin lögin þeirra. Fat head/hat og Drama Queen innsigluðu kvöldið algjörlega. Þetta voru frábærir tónleikar, fínasta mæting og mjög góð stemning og báðar hljómsveitir virkilega góðar. Ég er búinn að segja mitt en hvað fannst ykkur sem fóruð?