Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Drengur69
Drengur69 Notandi frá fornöld 142 stig

Tjekk it (1 álit)

í Hljóðfæri fyrir 20 árum
Sko.. húsnæði? Er eitthvað laust bara eitthvað? En hvernig kemst maður í samband við Pollock varðandi TÞM og hvað ætli kosti á mánuði að vera þar? Erum 4 manna band að leita að stað til að jamma saman, myndi meta það mikils ef að þið þarna úti sem vitið um eitthvað til taks mynduð láta í ykkur heyra.. Takk

Vantar húsaskjól undir hljómsveit (0 álit)

í Hljóðfæri fyrir 20 árum
Halló Ísland, svo vill til að band er að fara komast á laggirnar hjá mér og félögum… ef þið getið bent mér á ódýrt og gott húsnæði undir 4 manna hljómsveit endilega svarið þessu eða sendið svar á mig… dáldið áríðandi

efnilegustu ? (0 álit)

í Rokk fyrir 20 árum, 1 mánuði
Hvernig var fólk að fíla efnilegustu hljóðfæraleikara músíktilrauna? Ég held að dómnefndin hafi alveg verið að velja rétt í þessu samhengi.

Er laust? (2 álit)

í Hljóðfæri fyrir 20 árum, 1 mánuði
Ég er að verða 18 ára unglingspiltur sem spila á gítar og syng, og ég er að leita að hljómsveit til að spila með. Ég get spilað á bassa og gítar og syng að tilsögn vel. Influencið er frá Metallica, Guns, Led Zeppelin, Doors, Purple og fleirum. Endilega svarið þessu ef þið getið svalað þörf minni á að spila lög eins og Carry on my wayward son með Kansas.

Leyniforsala á Deep Purple (4 álit)

í Rokk fyrir 20 árum, 1 mánuði
Það er hafin sala á miðum á Deep Purple á Hard Rock Café í Kringlen. Bara að láta ykkur vita

Feedback (2 álit)

í Rokk fyrir 20 árum, 1 mánuði
Ja ja, eg sa Feedbach a Musiktilraunum i gaer og verd eg ad segja ad djofull voru their godir madur. Gitarleikarinn var magnadur og lookid hart og cool. Fyrra lagid var betra en thad seinna en login voru ekki lik hvort odru sem er mjog gott og vil eg endilega sja thessa drengi aftur koma fram og med metalinn sinn i godum filing. Stefnir i goda metal sveit og their sem sau tha i gaer geta ekki neitad ad their attu meira skilid ad komast afram en Driver Dave, en eg skil ekki af hverju Hinir...

Til Metal aðdáenda sem fara á Roskilde 2004 (2 álit)

í Metall fyrir 20 árum, 3 mánuðum
ég fór á síðuna roskilde-festival.dk áðan og sá eitt glæsilegt band nýbúið að skrá sig…. Sænska ofurharðkjarnasveitin….MESHUGGAH yé þannig að það verður allt brjálað í danmörku þegar þeir stíga á svið. Frábær sveit

ÓSKA eftir álfelgum (2 álit)

í Bílar fyrir 20 árum, 8 mánuðum
hér með óska ég eftir álfelgum undir Ford Escort 1984 módel allir sem hafa uppl. eða eiga svona felgur og geta selt sendið mér skilaboð

Pólskt hip hop (3 álit)

í Hip hop fyrir 20 árum, 10 mánuðum
ég var að fá disk fullan af pólsku hip hop og ég verð bara að segja að pólverjarnir eru ekki svo slakir í rappinu endilega verðið ykkur út um útlenskt rapp það er geðveikt þetta heitir Karramba

tónleikar í ágúst (2 álit)

í Músík almennt fyrir 20 árum, 10 mánuðum
heyrst hefur að bandaríska rokksveitin Foo Fighters hljómsveit Dave Grohl og félaga sé á leiðinni í Höllina ca.20.ágúst nk. Bandið er gríðarlega vinsæl hér á landi en nýja platan þeirra ONE BY ONE hefur staðið vel undir væntingum með lögum eins og Times like these og All my life og nú nýlega órafmagnaða útgáfu af fyrrnefnda laginu. Án efa verða þessir tónleikar stórir og góðir og eru Foo Fighters mjög góðir á sviði… förum nú að hlakka til öllsömul og hlustum á One by one!

Bíddu nú við (1 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 2 mánuðum
ég var að skoða myndbönd mánaðarins(febrúar) í gærkvöldi og tók þá eftir að kvikmyndin The Ring væri á leiðinni á myndband í febrúar og þá hugsaði ég með mér bíddu nú við er The Ring ekki að koma í ´bíó í febrúar..eru þetta sömu útgáfurnar eða eru þetta sitthvorar myndir..? veit einhver meira en ég

áttu eða veistu um?? (2 álit)

í Bílar fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ef vill svo til að þú átt eða veist um eitt eintak af Nissan Sunny 1.6 SLX.(LB) árgerð ´94-95 eða svoleiðis og ekki meira keyrður en ca.60.000 þá máttu endilega láta mig vita með skilaboði. útlitið skiptir ekki rosalega miklu máli.

Kubrick Marathon AFLÝST?? (0 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Á vefsíðu Morgunblaðsins (mbl.is) var greint frá því í dag um kl:18 að hætta yrði við sýningar mynda Stanley Kubrick sem áttu að vera sýndar í Loftkastalanum frá þeirri fyrstu til hinnar seinustu. Sú ástæða var fyrir hendi að ekki hefðu fengist ákveðin leyfi til sýningar á myndunum og hefur þá verið ákveðið að eina lausnin sé að fresta ella aflýsa þessu afbrýðilega spennandi maraþoni og er þetta án efa mikil hjartarsorg fyrir harða Kubrick aðdáendur og þá síst nýir aðdáendur hans á öllum...

Master of Disguise (0 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Nýjasta mynd Happy Madison fyrirtækisins MASTER OF DISGUISE var frumsýnd í kvöld og skellti ég mér á þessa sýningu. Dana Carvey fer með hlutverk vitleysingsins Pitazhio Diguisey og vinnur á Ítölskum veitingastað sem að pabbi hans Fabrizio á. Þegar kemst í ljós að foreldrum Pitazhio hafi verið rænt er aðeins eini mögleikinn á að bjarga þeim og hann er að Pitazhio hitti afa sinn og læri að verða meistari dulargerfanna og feta í fótspor föður síns sem meistari en örlögum hans hafa verið haldið...

11.Flokkur í vetur (6 álit)

í Körfubolti fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Nú um næstu helgi fer fyrsta túrnering 11.flokks fram og mun A riðillinn vera spilaður í Njarðvík. Leiktíðarlok í fyrra komu á óvart er Þór knúði fram sigur á ÍRingum og lentu í 2 sæti eftir tap fyrir Jóhanni Ólafssyni og félögum. Einnig féll Valur í B-riðil og komst ekki í úrslit. En nú er nýtt tímabil að hefjast og eru riðlarnir nú aðeins þrír og fjögur lið í hverjum riðli.Og í A riðli mætast Þór,Valur,ÍR og Njarðvík(íslands og bikarmeistarar). ÍRingar duttu út með skell í fyrra af þór og...

Miðasala á Travis er hafin (0 álit)

í Músík almennt fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Jæja þá er komið að því að miðasalan Á hljómsveitina Travis er hafin og hófst hún í dag 12.júní . Hljómsveitin mun spila þann 4.júlí i höll Laugardals og verður þar mikið fjör. Miðar á tónleikana fást í verslunum Tals og kosta miðarnir kr 4200 í stæði og 4.700 í stúku. Þetta er frábært tækifæri til að hlýða á eitt af stærstu böndum í Evrópu um þessar mundir og skulum við endilega fjölmenna og hefja sumarið með látum!!

Travis go Iceland (5 álit)

í Rokk fyrir 21 árum, 11 mánuðum
orðrómur er um að skoska hljómsveitin Travis er á leiðinni til Íslands í júlí !Vitiði meira en ég??

Mcmanaman ekki með hjá englandi? (0 álit)

í Stórmót fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Af hverju í “bíb” var Steve Mcmanaman (Real Madrid) ekki valinn í Enska liðið ? En Wayne Bridge var valinn! Hvað hefur Sven á móti Macca? Getiði svarað því??

átt þú sunburst ephiphone?? (0 álit)

í Hljóðfæri fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Hæ ég er að leita að sunburst ephiphone Les Paul á góðum prís. Viðeigandi hafið samband

Rokk á Samfés (2 álit)

í Rokk fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Jæja nú er mál að gera sig til því Rokksmiðja Samfés verður haldin helgina 22-24 febrúar þar sem þáttakendur hittast í félagsmiðstöðinni Garðlundi í Garðabæ yfir helgi gista og spila saman á hljóðfærin sín eins mikið og hægt er(mikið stuð). ALLIR AÐ MÆTA!!!!! fáið nánari upplýsingar í félagsmiðstöðinni ykkar. Hámarksaldur 18 ára

Til í Hljómsveit??????? (0 álit)

í Hljóðfæri fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ertu trommuleikari á aldrinum 13-18 ára ef svo er hafðu þá samband ég fíla Metallica Weeser Deftones o mfl
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok