Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Könnun Er Skóli Vinna?

í Tilveran fyrir 14 árum, 2 mánuðum
Vinna er hvað sem er sem þarfnast orku. Það getur t.d. verið hellings “vinna” að taka til í herberginu þínu, ekki færðu borgað fyrir það. Og nám getur að sama skapi verið vinna, enda oft æði strembið. Það sem þú ert að hugsa um (með launin og það) er meira í áttina að hugtakinu “atvinna”.

Re: Drekinn

í Tilveran fyrir 14 árum, 2 mánuðum
Djöfull labbar þú hægt :P

Re: hvað drekkiði

í Djammið fyrir 14 árum, 2 mánuðum
Af því ég villtist inn á þennan þráð: http://www.homebrewtalk.com/f25/man-i-love-apfelwein-14860/ :P Alveg ótrúlegt hvað Brazzi getur orðið að görugum drykk með réttum græjum og lágmarkskunnáttu :)

Re: hvað drekkiði

í Djammið fyrir 14 árum, 2 mánuðum
Sem stendur er uppistaðan í heimasumblinu eplavín, enda á maður yfirdrifið nóg af því :P Í bænum ræður buddan, svo það er bjórinn sem blífu

Re: Panta diska á netinu?

í Metall fyrir 14 árum, 2 mánuðum
Hækkuðu þeir virðisaukaskattinn á geisladiskum núna um áramótin? Hann var allavega 7% eftir skattabreytingarnar 2007…

Re: Hvað eru mörg álver á Íslandi...

í Tilveran fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Rétt er það.

Re: Grafarvogur ... wtf?

í Djammið fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Gullöldin, Hverafold. Bobbinn maður :)

Re: Tölfræði áhugamálsins

í Hljóðfæri fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Líka lítið um góða hljóðfæraspjallvefi hér á landi, svo traffík hljóðfæranörda fókuserast svolítið hingað inn, meðan annars konar nördar hafa kannski meira úrval af síðum til að skiptast á sínum nördaskap :P

Re: Vantar Bigsby á Telecaster

í Hljóðfæri fyrir 14 árum, 3 mánuðum
LP er archtop, svo trúlegast passar það þá ekki á Tele, því þeir eru flatir, án þess þó að ég þori nokkuð að fullyrða..

Re: Marshall JMD

í Hljóðfæri fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Digital á framtíðina alveg skuldlaust, einhvers staðar þarf þróunin að eiga sér stað. Ég kann ágætlega við mínar digital græjur og nota þær meira en lampadótið. Digital magnararnir eru svona eins og litlu toyoturnar sem ég nota dags daglega, en lampahausarnir gömlu amerísku kaggarnir sem eru teknir fram á tyllidögum ;)

Re: Utanlandsferð fyrir 2 til sölu á góðu verði !!!

í Hljóðfæri fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Vitlaust áhugamál, eða vitlaus korkur í það minnsta. Þræði læst. Prófaðu “Til sölu/óskast”, eða hreinlega, sem réttara væri, http://www.hugi.is/ferdalog

Re: Krúttlegasta smsið

í Rómantík fyrir 14 árum, 3 mánuðum
En ef það væri klámvísa? :P

Re: Markus Pröll

í Manager leikir fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Jú.

Re: Schecter

í Hljóðfæri fyrir 14 árum, 3 mánuðum
“Available in Gloss Black” og “Available in See-through Black” Þeir eru ekki mikið fyrir liti þarna hjá Schecter ;P

Re: 1/4 step down

í Hljóðfæri fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Einhvers staðar rámar mig í að hafa lesið að lagið “For Whom the Bell Tolls” væri í einhverri millitjúningu til að hljóma með kirkjubjöllunni sem notuð er í byrjuninni. Sel ekki dýrar en ég keypti. Finnst ég líka hafa séð einhvers staðar að einhverjar Pantera plötur væru tjúnaðar eitthvað furðulega..

Re: Núverandi save

í Manager leikir fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Er á öðru tímabili hjá Crystal Palace (2013-14) eftir að hafa eytt 5oghálfu góðu ári með enn fleiri dollum (mismerkilegum þó) hjá Leikni Reykjavík (2007-2012). Tók við liðinu með fínan hóp fyrir Championship, en þægilega litlar væntingar þar sem illa hafði gengið tímabilið áður (miðjumoð þrátt fyrir að hafa playoffhæfan hóp). Stillti liðinu upp í 4-5-1/4-3-3 kerfið sem hafði reynst mér svo vel hjá Leikni, og kom þeim upp á fyrsta tímabili, auk þess að slá út nokkur af lélegri...

Re: ICESAVE

í Tilveran fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Í grófum dráttum er þetta svona, já, en “samruninn” hefði aldrei orðið að veruleika ef ekki hefði verið fólk í báðum flokkum sem vildi þetta. Margrét Frímannsdóttir var t.d. síðasti formaður Alþýðubandalagsins, samt endaði hún í Samfylkingunni. Einhverjir kratar gengu líka í VG, þótt ég muni ekki eftir nafni í augnablikinu, enda er Margrét sennilega þekktasta dæmið um manneskju sem passar ekki inn í þessa alhæfingu.

Re: ICESAVE

í Tilveran fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Forsetinn er ekki fyrrverandi vinstri-grænn. Hann var í Alþýðubandalaginu, og einn helsti talsmaður samruna A-flokkanna (talið er að forsetaframboð hans á sínum tíma hafi eitthvað tengst áformum um sameiningu), svo líklegast hefði hann endað í Samfylkingunni hefði hann enn verið í pólitík þegar samruninn átti sér stað.

Re: les paul til sölu

í Hljóðfæri fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Miðað við textann i auglýsingunni myndi ég halda að þetta sé “Profile” gítar, ekki Gibson.

Re: Tölfræði áhugamálsins

í Hljóðfæri fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Það höfðu ekki fengist tölur svo lengi að ég var búinn að steingleyma að tékka á þeim einu sinni. Gaman að sjá að þetta er komið aftur =)

Re: hvað fáið þið í jólamat?

í Tilveran fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Í Englandi er “boot” farangursgeymsla á bílnum, en í Ameríku er það einhvers konar skótau.. þótt kínverjinn kalli öndina í lifanda lífi eitthvað annað og réttinn Peking önd, þá er Peking önd á íslensku (og öðrum vestrænum málum) tegund af öndum, mjallahvít á fiður. Ef þú gúgglar þetta (http://images.google.is/images?hl=is&source=hp&q=peking%20duck), sérðu t.d. eina mynd af öndinni lifandi, og vísun í uppskrift sem kallar á “eina heila Pekingönd”.

Re: hvað fáið þið í jólamat?

í Tilveran fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Fuglinn heitir víst Peking önd, svo þú getur vel eldað hann á franska vísu þrátt fyrir nafnið.

Re: Kirk Hammet

í Hljóðfæri fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Dionysos og þessir sem hann var með á Load og ReLoad túrunum (þessir með eldtungunum) voru ESP. Stendur þarna í svarinu sem þú ert að svara ;)

Re: Könnun um skuldarstöðu í bílum

í Bílar fyrir 14 árum, 4 mánuðum
400.000 á myntkörfuláni í janúar 2007 .. síðasta afborgun núna í næsta mánuði =) ..langar eiginlega ekki að vita hvað 500.000kr druslan hefur í raun kostað, allavega flakkaði afborgunin úr 12.000 í byrjun, niður fyrir 10, og rauk svo upp og hefur verið þetta 25-6 þúsund undanfarið ár…

Re: Esp til sölu

í Hljóðfæri fyrir 14 árum, 4 mánuðum
LTD er jafn mikið það sama og ESP og Epiphone er það sama og Gibson. Þú notar ekki móðurmerkið með dótturmerkinu, það væri eins og að labba út í búð og biðja um “Coca Cola Sprite”.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok