Jæja, væri gaman að sjá hvað aðrir eru að gera og hvernig þeim gengur.
Hvernig væri að deila því hér í einum og sama þræði?
Væri flott að fá nýjar hugmyndir um lið, leikmenn, taktík o.s.frv. :)
Endilega látið screenshots fylgja með.


Ef ég byrja á mér þá er ég á fyrsta tímabilinu með Leeds, takmarkið er að koma þeim í toppbaráttuna í úrvalsdeildinni. Er komin á febrúar og er í 1. - 2. sæti með einn leik til góða:

http://i50.tinypic.com/2zdr6v5.png

Datt út úr League Cup á móti Middlesbrough, er komin í 4. umferð í FA Cup og komin í úrslitaleik Johnstone's Paint Trophy.

Ekki mikið um kaup og sölur þar sem ég fékk aðeins 1 milljón punda í budget, keypti Franck Songo'o frá Zaragoza og Lassad Nouioui frá Deportivo. Fékk aftur á móti nokkra unga leikmenn á láni.

Spila 4-4-2 með tígulmiðju, gekk ekki vel með það í fyrstu og var að ströggla í 4.-7. sæti í deildinni en það svínvirkar núna, búin að vera á góðu skriði undanfarið:

http://i50.tinypic.com/2h8cr2v.png

Jæja, endilega deilið ykkar! :)