Já ég elska líka ís, ég reyndar fæ mér aldrei kúluís og er eiginlega hætt að fá mér dýfu (fæ mér oftast bara súkkulaðiís úr vél) þannig að ég verð bara að passa mig á kurlinu :) En nei ég veit það ekki, það gæti verið hvað sem er. T.d. kannski var einhver í bekknum nýbúinn að borða hnetur, fær sér svo pizzu (þegar maður tekur pizzusneið þá verður maður alltaf að taka í næstu sneið líka) og svo fæ ég mér pizzu, eitt leiðir af öðru og voila…þetta er mjög næmt, næstum eins og rússnesk rúlletta...