Sá svipaðann gaur drulla yfir gamla konu sem hafði alveg óviljandi keyrt fyrir hann svo hann þurfti að bíða nokkrum sekúndum lengur en ella. Þegar hún hafði lagt þá hljóp hann útúr bílnum, reif upp hurðina hennar og öskraði svoleiðis á hana hversu andskotans heimskingi hún var o.s.frv. Hrikalegt hvað sumir eru skapstórir. Sá líka konu í sumar vera svo pirruð á krakkanum sínum sem var grenjandi í bílstólnum að hún tók um greyjið og hristi hann svoleiðis og öskraði á hann…mig langaði að berja hana.