Ég hata íslenskt veður! Í dag er búið að vera alltaf að skiptast á.
Ég átti bókað flug kl. 11.15 til Akureyrar. Til mömmu, pabba, systkina minna, vina o.sv.frv yfir hátíðarnar. Mamma geymdi það meira að segja að gera laufabrauð þangað til í dag svo ég gæti verið með en NEI!
Ógeðslega veðrið á þessu landi! Var komin upp í vél 11.30 og þá segir flugstjórinn að það sé of mikill vindur og það verði athugun kl. 12 og við beðin að fara aftur inn í hús.
Klukkan tólf er okkur sagt að næsta athugun sé klukkan tvö!
Ég læt bara ná í mig, fer til frænku minnar að borða og þvælist svo eitthvað með henni þangað til bróðir minn nær í mig.
Rétt fyrir tvö hringir mamma og segir að textavarpið segi að næsta athugun sé klukkan 17! Og rétt fyrir 17 kom auðvitað brjálað veður. Við hringdum upp á flugvöll - öllu flugi aflýst til morguns!
FRÁBÆRT!! >___< Mig langar norður helst í gær!
Bestu vinkonur mínar eru þar, kærastinn minn er þar, mamma, pabbi, yngri systkini og ég er föst í veðrarassgatinu í Reykjavík. Ekkert að á Akureyri!

Og já, fyrst ég er byrjuð að kvarta…
Bróðir minn fór á KFC í dag í Skeifunni og ég fór bara með honum inn. Þegar við komum inn þá var komið að manni sem var númer 21 {við numer 22}
Stelpan sem var að afgreiða hann bað hann vinsamlegast að koma að kassanum sem hún var að nota en hann var bara með þvílíkan dónaskap og hreytti í hana að hann hefði sko beðið í 10 mínútur og vildi fá að standa þar sem honum sýndist! Hún tók þá bara niður pöntunina hans og hann var bara með dónaskap og læti.
Svo fór hún að græja í matnum og annar kom til að hjálpa honum líka, spurja hvort hann vildi salat o.sv.frv. og þá hreytti maðurinn í þann strák að ef þetta væri í Svíþjóð eða Noregi þá væri löngu búið að reka þau!
Strákurinn svaraði kurteisislega á móti að ef hann væri ósáttur þá gæti hann farið eitthvert annað. Maðurinn hélt bara áfram með derring.
Hann hætti bara við, henti bakkanum og peningum í strákinn og strunsaði bölvandi út.
Kom svo aftur til að ná í peninginn og var áfram með stæla svo bróðir minn, fyrrv. dyravörður, ýtir honum bara út.
Þar sem var komið að honum þá ákveð ég bara að ná í hann þar sem maðurinn stóð að þræta í honum. Ég bað manninn vinsamlegast um að leyfa bróður mínum að panta sinn mat og drulla sér til að halda kjafti og koma sér út - enda ótrúlega pirruð fyrir útaf fluginu.
Ef hann hefði ekki komið sér út þá hefði ég misst mig. Ég geri mér grein fyrir því að það var heimskulegt að espa hann upp en ef þið hefðuð séð hann þá hefðuð þið viljað öskra á hann líka.
Starfsfólkið var ekkert nema næsheit við hann og aðra og bróðir minn fann vínlykt af honum.

GAH ég nenni ekki að hafa daginn í dag lengur >_<

Takk fyrir.

Bætt við 21. desember 2006 - 17:57
Já kannski að bæta því við að gærdagurinn var ekki frábær heldur, enda kölluð MELLA af engri ástæðu af gaur sem ég hélt hefði aðeins meira vit í hausnum en það.

-_-
-Tinna