Skil þig, mér finnst að ef fólk ætlar að búa á einhverju landi í lengri tíma ætti það amk að reyna að ná tökum á undirstöðuatriðum á borð við já, nei og þ.h. hjali. Svo er annað, eins og þegar Bobby Fischer var spurður hvort að hann ætlaði að læra íslensku þá sagði hann að íslendingar kynnu ensku svo vel að hann þyrfti þess ekki… Það er auðvitað bara rugl, ef hann ætlar að búa hér getur hann hunskast til að læra tungumálið.