Pabbi minn er helgarpabbi sem ég gisti hjá um aðra hverja helgi. Reyndar var það öðruvísi í fyrra, mamma og pabbi komust að samkomulagi um að ég fengi að gista hjá pabba í eina viku og svo hjá mömmmu næstu viku. Það fannst mér ágætt, þá fékk ég að hitta pabba oftar. Hinsvegar hefur mér oft þótt það óþægilegt, liðið eins og hálfgerðri byrði fyrir hann þegar hann vill gera eitthvað einn. Ég hef reyndar aldrei farið með pabba mínum í bíó, og við förum örsjaldan út að borða (það var bara í þann...