Jæja, ég gerði grein í maí (hér er hún) um bráðaofnæmið sem ég fékk og núna veit ég loksins hverju ég hef ofnæmi fyrir. Ég var að koma frá ofnæmislækninum mínum (ég var í húprófi í annað sinn) og hann gerði húðpróf úr allskonar hnetum. Hann gerði punkta með penna á hendina á mér, tók allskonar vökva og setti víðast hvar í kringum punktana, svo tók hann einhverjar nálar og gerði göt í miðja vökvadropana, svo átti ég að bíða í 10 mínútur eftir svörun (það er algjör pína). Einn dropinn er til...