Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Crook
Crook Notandi síðan fyrir 15 árum, 3 mánuðum 30 ára karlmaður
364 stig

Re: Kony

í Tilveran fyrir 12 árum, 1 mánuði
Mér hefur dottið í hug að t.d. þarf varla að borga fyrir kynningu á efninu núna þegar myndbandið er komið með 50+ milljón áhorf á youtube. Þar falla einnig úr lestinni fjölmargir sem er borgað eingöngu fyrir að kynna efnið, svo og ferðalög starfsmanna um Bandaríkin vegna kynningar. http://www.altpress.com/images/uploads/news/breakdownofexpenses.jpg Awareness programs og awareness products, sem ekki er gott að vita hvað er, er góður skerfur af útgjöldunum. Bætt við 14. mars 2012 - 22:28 sem...

Re: Kony

í Tilveran fyrir 12 árum, 1 mánuði
Það er alveg eins farið með öll hjálparsamtök sem ég veit um. Þó að aðrir geri þetta líka þá gerir það ekki allt í lagi.

Re: Kony

í Tilveran fyrir 12 árum, 1 mánuði
Svona svona, Bandaríkjamenn hafa gert þetta svo mörgum sinnum áður að þetta ætti að vera eins og daglegt brauð. Ég verð að segja að ég er farinn að efast um lögmæti sumra uppreisna einmitt út af þessu, aðallega í Arabalöndunum. Assad kenndi utanaðkomandi hersveitum um þetta, og RussiaToday greindi frá því að um 120 franskir hermenn náðust í Sýrlandi. Ég er ekki að segja að allt sem RussiaToday og Assad segi sé heilagur sannleikur og vissulega styður Rússland Sýrland, en það er ekki hægt að...

Re: Kony

í Tilveran fyrir 12 árum, 1 mánuði
Ef til vill eru hér ekki brögð í tafli en það að aðeins þriðjungur fjáröflunarfés fari í málstaðinn finnst mér út í hött. Þetta líkist fjárlagameðhöndlun Unicef. Svo ekki sé minnst á það að í ríkisstjórn Úganda sitja ekki hinir bestu menn.

Re: Kony

í Tilveran fyrir 12 árum, 1 mánuði
Ég minni á að upptökur myndbandsins voru gerðar árið 2003, her Konys er farinn úr Úganda og hann hefur minnkað stórlega frá því árið 2003 og er ekki eins mikil ógn og þetta myndband heldur fram.

Re: Sköpunargáfa.

í Skóli fyrir 12 árum, 1 mánuði
Er þetta listfræðilegt eða stærðfræðilegt svið?

Re: Ánægði

í Tilveran fyrir 12 árum, 1 mánuði
Ég vænti þess að þetta hafi verið ginning.

Re: Áfram nýji Hugi!

í Nýi Hugi fyrir 12 árum, 1 mánuði
Ég er mjög spenntur fyrir Nýja Huga því að mér finnst Facebook ekki gegna sama hlutverki. Gangi ykkur vel.

Re: Áður en internetið

í Tilveran fyrir 12 árum, 1 mánuði
hmm minnir mig á aladdin leik sem ég spilaði þegar ég var lítill

Re: versló-mr í morfís

í Skóli fyrir 12 árum, 2 mánuðum
Einhver komst ekki inn í MR.

Re: Vinur

í Rómantík fyrir 12 árum, 2 mánuðum
Haha vá, ég hefði lamið hann á staðnum, eða alla vega hrint honum frá í minnsta lagi

Re: Jakki

í Tilveran fyrir 12 árum, 2 mánuðum
Hvað er málið með að það séu 2000 lestrar á þessum þræði en eitthvað um 10 álit? Eru einhverjir Tælendingar að lurka hérna?

Re: Jakki

í Tilveran fyrir 12 árum, 2 mánuðum
eiturlyf eru vímuefni, ekki öll vímuefni eru eiturlyf

Re: Jakki

í Tilveran fyrir 12 árum, 2 mánuðum
úff… þetta var algjört eitur maðu

Re: Fukking

í Tilveran fyrir 12 árum, 2 mánuðum
Kaldar hendur, …

Re: helga lilliendalh

í Tilveran fyrir 12 árum, 2 mánuðum
Það er alveg rétt hjá þér.

Re: helga lilliendalh

í Tilveran fyrir 12 árum, 2 mánuðum
Held hún/hann meini albúmið sjálft, finnst svolítið skrýtið að safna fjölda mynda og nefna albúmið “karlar sem hata konur”…

Re: Brjóstagjöf á almannafæri

í Tilveran fyrir 12 árum, 2 mánuðum
Takk fyrir að svara mér lið fyrir lið. Ég sagði aldrei að kynfæri hefðu verið gerð aðlaðandi af náttúrunni, heldur bjóstu þá meiningu til sjálfur með slæmum lesskilningi. Það er heldur ekki sjálfgefið að allt við líkama okkar sé aðlaðandi. T.a.m. þykja mörgum typpi ljót, þ.m.t. gagnkynhneigðum konum. Þú getur ekki búið til orð og ætlast til að ég skilji hvað þú ert að meina. Svo sakarðu mig um slæman lesskilning. Sögnin “að kyngera” er nefnilega ekki til í íslensku. Ég sé ekkert að kynfærum,...

Re: Brjóstagjöf á almannafæri

í Tilveran fyrir 12 árum, 2 mánuðum
“Kyngerð” er orð og orð þurfa ekki alltaf að hafa aðeins eina þýðingu.Ég bið þig enn og aftur að vera skýr í skrifum þínum. Það er tilgangslaust að ræða við þig ef þú getur ekki sett rökin þín skýrt fram. Kannski sé ég þessa meiningu aðeins vegna þess að ég skrifaði þessa setningu og er þetta þá því miður hluti af óskýrum skrifum mínum.Það var nokkuð ómögulegt að sjá neitt annað úr þessu heldur en “kynfærin hafa verið gerð aðlaðandi af náttúrunni”. Þetta hefur bara enga merkingu, svo einfalt...

Re: Brjóstagjöf á almannafæri

í Tilveran fyrir 12 árum, 2 mánuðum
Jú. Brjóst eru brjóst, hvort sem þau eru á karl eða konu, og kynfæri eru kynfæri. Rhayder útskýrir muninn á þessu mjög vel í svarinu sínu.Í fyrsta lagi, nei, þessi rhayder útskýrir nákvæmlega ekki neitt, en þetta er sama hringavitleysan sem þú ert að beita. Brjóst eru ekki bara brjóst. Kynfæri eru ekki bara kynfæri. Þetta eru sami hluturinn, í því að það er álitið skrýtið að labba berbrjósta niðrí bæ, og það er einnig álitið skrýtið að labba með kynfærin sýnilega niðrí bæ. Það er enginn...

Re: Brjóstagjöf á almannafæri

í Tilveran fyrir 12 árum, 2 mánuðum
Haha svarinu mínu var eytt, what the fuck. Hver leggst svona lágt?

Re: Brjóstagjöf á almannafæri

í Tilveran fyrir 12 árum, 2 mánuðum
Auðvitað laðast fólk að ýmsum hlutum við hitt (eða sama) kynið. Það er ekki pointið með “kyngerð”, sbr. samlíkinguna við kvenmannsleggi fyrr á öldum.Af hverju sagðirðu þetta ekki? Þú meinar semsagt að við höfum gert brjóst að einu af því sem talið er “óþægilegt” að sjá við berskjöldun á almannafæri. Ég veit þetta nú þegar. Það er í raun það sem ég hef haldið fram allan tímann. Hefurðu lesið eitthvað af því sem ég skrifaði? Jafnvel þó að þú hafir meint þetta, þá hefurðu samt rangt fyrir þér....

Re: Brjóstagjöf á almannafæri

í Tilveran fyrir 12 árum, 2 mánuðum
Brjóst hafa verið kyngerð af samfélaginu, á meðan kynfæri voru kyngerð af þróun lífvera. Hvað meinaru með “kyngerð”? Meinaru að brjóst hafi verið gerð aðlaðandi af samfélaginu? Þú ætlar þó ekki að halda því fram að það eina sem á að vera aðlaðandi, í náttúrunni, séu kynfæri? Þú hefur stórlega rangt fyrir þér. Það er margþekkt að kvenkynsdýr laðist að ákveðnum eiginleikum karldýra, t.d. ákveðnu vænglagi eða makka ljóns. Það er líkaminn sem heild á kvenmönnum sem hefur alltaf verið aðlaðandi....

Re: Brjóstagjöf á almannafæri

í Tilveran fyrir 12 árum, 2 mánuðum
Vegna þess að það er nákvæmlega enginn munur á brjóstum á almannafæri og kynfærum á almannafæri. Okkur finnst kynfæri óviðeigandi vegna þess að okkur hefur verið kennt að blygðast. Heldurðu að steinaldarmenn, sem voru ekki í fötum, hafi blygðast sín þegar þeir gengu um naktir? Ef þú ætlar þér að halda því fram að brjóst megi vera opinberuð á almannafæri, þá þarftu líka að útskýra af hverju kynfæri mega ekki vera opinberuð. Því þetta er nákvæmlega sami hluturinn sem er hér að baki. Hvorki...

Re: Brjóstagjöf á almannafæri

í Tilveran fyrir 12 árum, 2 mánuðum
Þú forðast lykilspurninguna. Af hverju er óeðlilegt að sýna kynfæri en ekki brjóst? Hvorugt er hættulegt. Eitt þeirra er álitið mikið alvarlegri augum. Ef þú vilt gagnrýna mig fyrir að finnast brjóstagjöf á almannafæri óviðeigandi, þá verðurðu að gera hlutlæga grein fyrir því hvers vegna það er óviðeigandi að ganga um nakinn.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok