Ég get sagt þér það strax að mest allt sem ég teikna og skyggi er gert bara með HB eða B2 skrúblýanti. En til að fara út í þetta þá er oftast talað um F, H og B blýanta. F og H blýantarnir eru mjög harðir og gera þar að leiðandi ljósar línur meðan B blýantarnir eru mjúkari og gefa dekkri línur og dekkri eftir hærri númerum. Ég ráðlegg þér til að eiga nokkra góða, að kaupa þér einn af H, HB, B2, B4 og B6. Þá ertu nokkurnvegin komin með þægilegan grunn, getur svosem tekið einn F blýant líka.