Ég ætla að byrja á því að kynna mig, ég er Vitringur og ég er tónlistar fíkill. Ég hlusta á tónlist daginn út og daginn inn, og ef ég fæ ekki minn skammt koma fráhvarfs einkennin fljótt í ljós.

Frá svona 6-7 ára hef ég hlustað á Iron Maiden og frá þeim aldri til 12 ára var ekkert annað sem kom til greina nema Iron Maiden og kannski mögulega Guns n' Roses.

12 ára fór ég í geisladiska markað í Perlunni og var bennt á Led Zeppelin og sagt að það væri þeir bestu frá sínum tíma (þessi ábending kom frá stjúpföður mínum) og verð ég að segja að það er eitt af því besta sem hefur komið fyrir mig. Ég byrjaði að rýna frekar inn í tónlistar heiminn og þá aðalega sígildu rokki og svona rokki yfir höfuð. Í 2 ár var ekkert sem kom annað til greina en rokk, pönk, sígilt rokk, hair metal og annað því um líkt.

En einhvern tíman á leiðinni, og í gegnum tímann fóru aðrar tegundir af tónlist að sígjast í gegn og ég fór að vera opnari fyrir öðrum tegundum tónlistar. Ég varð minna gagnrýninn á tónlistar stefnur og einbeitti mér að tónlistinni sjálfri. Diskó verð ég að segja geta verið mjög skemmtilega tónlist þó ekki allt þaðan sé skemmtilegt. Hljómsveitir eins og ABBA og Bee Gee's eru samt stór fínar. Einnig aðrar tónlistastefnur eins og sígilda tónlist með sinfóníum, píanó sónötum og því um líkt sem ég verð að telja eina flottustu tónlist allra tíma og allt hitt, t.d. Fönk, Jazz, 80's new wave, mambo og líka íslensk tónlist, harmoniku tónlist, Þursaflokkurinn, þjóðlagatónlist og ísl. dægurlög.

Boðskapur greinarinnar er að útiloka ekki tónlistar tegundir heldur gagnrýna tónlistina sjálfa. Popparar og Hiphopparar nútímans mega opna sig og einnig Rokkarar og Metalhausar.
Ég þoldi ekki píkupopp, en sumar af þeim eru þrælgóðar söngkonur.
Leoncie hefur verið kölluð af félaga mínum ein af einlægustu söngkonum Íslands og persónulega finnst mér hún bara hreint ekki svo slæm eftir að maður gefur henni tækifæri. Out Kast voru fyrst lokaðir úti í mér en þeir eru bara helvíti svalir núna finnst mér.

Ég er samt ekki að segja að manni eigi að líka við alla tónlist eins og það er Diskó, popp, metall og rapp sem er leiðinlegt heldur á að gefa tónlistar stefnunum tækifæri.

Vitringu
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig