Eternal Tears of Sorrow - Children of the Dark Waters Eternal Tears of Sorrow er finnsk melodic deathmetal sveit (symphonic deathmetal á þessari nýjustu plötu sinni reyndar) sem ég hef ekki séð mikið talað um hér á Huga, ef eitthvað. Var eiginlega að uppgötva hana bara í gærkvöldi sjálfur, heyrði nokkur lög á YouTube og varð strax húkkt. Datt í hug að vekja smá athygli á henni hérna. Örugglega ekki fyrir alla, en fyrir aðdáendur melodic deathmetal er þetta vonandi kærkomin og áhugaverð viðbót í safnið ef þið hlustið ekki á þetta nú þegar! ^^

Fyrir þá sem kannast við Kalmah, þá hafa þeir átt nokkra sameiginlega meðlimi með EToS í gegnum tíðina þó enginn sé eftir núna, eftir að EToS hættu í 4 ár 2001-2005 og breyttu lineuppinu talsvert.

Tóndæmi:

Tears of Autumn Rain, fyrsta smáskífulagið af nýja disknum þeirra:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=NP0s6NVCQbk
Midnight Bird, annað lag af Children of the Dark Waters:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=NO2eHTa1i3M
Aeon af A Virgin and a Whore:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=bxmFMDfTv-I
Angelheart, Ravenheart (Act I: Before the Bleeding Sun) af næst-nýjustu plötunni, Before the Bleeding Sun. Act II er að finna á nýjustu plötunni, CotDW:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=mfu0hF-l6ok
The Seventh Eclipse af Chaotic Beauty:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=TMo93PeMHJ0
Sinner's Serenade, titillagið af fyrstu plötu sveitarinnar. Stíllinn minnir dálítið á early Amorphis, mun hrárri en sá fágaði hljómur sem EToS átti seinna eftir að tileinka sér.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=yRL0OSZVd9Y
Og í lokin, eitt coverlag. Sick, Dirty and Mean eftir Accept. Af A Virgin and a Whore:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=qBjNaYOYw5g
Peace through love, understanding and superior firepower.