Örlög Þórs Nú jæja og nema hvað; ekki beint málmsveit hér á ferðum, en þó málmiblandið í anda og aðferðum…;-)

…En fólk hér hafði sýnt myndlistinni áhuga og ekki verra að fylgja því - rétt aðeins - eftir með smá sýnishorni og - máski - vekja áhuga á því er mun fylgja (nr 2. af ‘7’ mun klárast um helgina)…

Allavega; þá hefur þessi nú hangið eitthvað í Bankastræti (hjá ‘Sævari Karli’) og fengið ágætis dóma, en viðfangsefnið (og samkvæmt nafni) skyldi þá hin síðasta stund Þrumugoðsins Þórs; er hann banar Miðgarmsormi og fellur - loks - sjálfur undan eitri ormsins ógurliga…;-)

Myndin sjálf er frekar stór (þetta 180 x 120 cm) og einungis akríll á striga. Svo skyldi þakka góðvini mínum ‘Hr. Tryptophan’ fyrir ljósmyndina, en hann hefur - aftur - reynst ‘kúnstugur’ með sálarhirðinn sinn…:-)

Ave og njótið,

D/N