Yep yep.

Wacken liðar eru búnir að vera duglegir síðustu vikur og mánuði og eru búnir að staðfesta frændur okkar í Týr, en sveitin færeyska er nýbúin að gefa út sína þriðju plötu Ragnarök. Kom hún út hjá útgáfufyrirtækinu Napalm Death.

Wacken hátíðin er stærsta þungarokkshátíð Þýskalands og verður haldin 2. - 4. ágúst á næsta ári (verslunarmannahelgin). Hópur Íslendinga hefur haldið á þessa hátíð síðustu þrjú árin í skipulagðri hópferð frá Kaupmannahöfn og voru hvorki meira né minna en 50 ungmenni með í för á hátíðinni 2006.

Restingmind Concerts, sem sér um að skrá fólk í þessa ferð, mun auðvitað gera slíkt aftur í ár og þá er bara að fara að æfa sig í færeyskunni!!

Eftir þrusuframmistöðu 2004, munu bandarísku djöflarnir í Cannibal Corpse heiðra Wacken með nærveru sinni einnig.

Þær sveitir sem búið er að staðfesta eru eftirfarandi:

AMORPHIS
BELPHEGOR
BLIND GUARDIAN (Loksins! Meistarar þýsks melodic thrash metal)
CANNIBAL CORPSE
GRAVE DIGGER
HAGGARD
IMMORTAL (reunion)
IN FLAMES
JBO
KAMPFAR
MOONSPELL
RAGE + Lingua Mortis Orchestra (10 ár síðan þeir spiluðu síðast!)
SAMAEL
SAXON (stóðu sig gríðarlega vel 2005)
SCHANDMAUL
STORMWARRIOR (featuring Kai Hansen)
STRATOVARIUS
THE BLACK DAHLIA MURDER
THERION + Orchestra
TYR

Enn á eftir að staðfesta um 40-50 sveitir, þannig að ballið er rétt að byrja.

Það sem mun gera þessa hátíð enn betri en áður er að það er búið að stækka sjálft tónleikasvæðið um heilan helling. Dreift verður meira úr sviðunum til að skapa meira svæði fyrir tónleikagesti auk þess sem að búið að færa Party stage (þriðja stærsta sviðið) yfir á nýja svæðið, sem er hægra megin við black stage, séð frá áhorfendaskaranum. Aukinheldur verður WET stage stækkað.

Sjá myndir:

http://www.wacken.com/typo3temp/pics/365e9c377d.jpg

http://www.wacken.com/typo3temp/pics/ed3fb7a22b.jpg

og skýringar Wacken manna:

Dear Metalheads,

due to your suggestions we have decided to shift the Partystage, not as planned to Campgorund C but to the green area next to the True-Metal-Stage

Advantages:

1. no sound overlaps
2. improved view on all stages
3. more space in front of all stages
4. short ways to all stages
5. everything more relaxed

In addition the already known improvements:

1. Enlargement of the W.E.T. Stage / Headbangersballroom
2. Viewingtribune for the Festivalarea
3. W:O:A Lounge as a Relax zone

Yours,
W:O:A Team
Resting Mind concerts