Summoning er hljómsveit sem sem hefur verið starfandi í rúm 10 ár og gefið af sér 5 breiðskífur.
Tónlist þeirra er best líst sem Pagan/Viking metal með Black metal áhrifum. Sumir hafa bendlað þá við Epískan Black metal einnig.
Þetta er frekar óþekkt hljómsveit, jafnvel fyrir þessa senu, en þrátt fyrir takmarkaðan markaðshóp hafa gagnrýnendur verið þeim góðir, þó sérstaklega hefur diskurinn Stronghold [1999] fengið mikin hróður, enda talinn þeirra besti diskur af flestum.
En Guði sé lof, eru ekki allir sammála í þessum heimi, þessvegna ætla ég að fjalla um Diskinn “Let Mortal Heroes Sing your Fame” [2002] sem kom út á eftir Stronghold [1999], sem ég tel þeirra helstan, en hann fékk frekar blendnar móttökur af Summoning aðdáendum.

Lög disksins eru eftirfarandi:

1. A New Power Is Rising
2. South Away
3. In Hollow Halls Beneath The Fells
4. Out Foes Shall Fall
5. The Mountain King's Return
6. Runes Of Power
7. Ashen Cold
8. Farewell


Aðal munurin á þessum disk og fyrri verkum hljómsveitarinnar er að hérna eru þeir búnir að slaka aðeins á Black metal áhrifunum í stað þess að keyra diskin á meiri Ambience og atmosphere bakgruns stemmingu, sem dregur hlustandan inn í fantasíufylltan heim Tolkiens, sem diskurinn er tileinkaður.
Miðalda þjóðlaga áhrifin hafa aldrei verið meiri, enda mikið um alskyns flautur og lútur á disknum sem smellpassa inn í þetta hráa/semi-black-metal ævintýri sem er þessi umræddi diskur.

Tónlistinn er furðulega hrá fyrir þessa soundtrackslegu gerð af tónlist, en gefur þá sterkt til kynna eldri black metal rætur þar sem hráleikinn er fyrir öllu.
Lögin væru næstum auðhlustanleg, jafnvel útvarpsvænn (ef aðeins fínslípuð) ef það væri ekki fyrir “Black metal Shriek” söngstílinn sem þeir nota, sem getur virkað fráhrindandi á byrjendur en gefur virkilega þetta mikilvæga “Edge” fyrir lengra komna þungarokks aðdáendur.

Diskurinn er mjög heilsteyptur og þema´ið er sterkt allan tíman í gegn, þannig að lagaskiptingarnar eru ofboðslega smooth og manni finnst eins og þau séu aðeins partur af Epískri heild í stað þess að vera sjálfstæð tónverk.

Það heyrist vel að “Mortal Heroes…” er gerður fyrir lítin pening og takmarkaða upptökutækni, en það sem þeir ná að gera við einn Distortion petala, hljómborð og trommuheila er alveg ótrúlegt, auk þess sem hráleikin bætir mikið upp á sjarman af metnaðarfullri hljómsveit að berjast fyrir að gera nákvæmlega þá tónlist sem þeir vilja, sem hefur mjög takmarkaðan markaðshóp.

Ég mæli eindregið með því að sem flestir kynni sér þessa hljómsveit og þá sérstaklega þennan disk, því hann er ofboðslega góður til að komast inn í bæði hljómsveitina og stefnuna.

Let Mortal Heroes Sing Your Fame
9/10

Takk fyrir mig

Crestfallen