Iron Maiden-The Number of the Beast Iron Maiden-The Number of the Beast

The Number of the Beast er þriðja Breiðskífa Iron Maiden. Margir telja þetta vera besta plata sem Iron Maiden hafa gefið út en dómar virðast vera sammála því, því hún fékk fimm stjörnur hjá þeim. En það sem gerir hana betri en fyrstu tvær er að snillingurinn Bruce Dickinson singur á henni. Ég hef aldrei haldið uppá Paul Di’Anno og ég þakka guði að Bruce hafi komið í Maiden. En svona var bandinu skipað á plötunni:

Bruce Dickinson: Söngur
Dave Murray: Gítar
Adrian Smith: Gítar
Steve Harris: Bassi
Clive Burr: Trommur

Invaders (Harris)
Þetta lag er hratt og kraftmikið eins og mörg góð Maiden lög eru. En annars fjallar þetta lag um innrás víkinganna inn í Evrópu hér fyrir löngu. Það má segja að þetta lag komi út frá laginu Invasion sem fjallar líka um innrás. En eins og ég segji mjög gott og grípandi lag.


Children of the Damned (Harris)
Þetta er rólegt og gott lag. Það er byggt á myndinni Children of the Damned sem var gerð 1963 minnir mig og heitir einnig eftir því. Hef aldrei séð hana svo ég get lítið sagt frá henni. Nema ég veit að þau deyja öll og lagið segir einmirr frá dauða síðasta krakkans. Krakkinn er brenndur og pyntaður til dauða. Lesið eða hlustið á þrjiðja versið og ef þið viljið sjá hvernig þeir lýsa þessu.


The Prisoner (Smith, Harris)
Þetta lag byrjar á sama díálogi og allir þættir bresku þáttaraðarinnar The Prisoner. Lagið segir frá því hvernig fangi 6 flýr frá The Village og lýsir nýfengnu frelsi, I’m not a number, I’m a free man, I’ll live my live how I want to og and my blood is my own now. Frammhald af þessu lagi er Back to the Village á Powerslave þar sem fanganum er náð aftur.


22 Acacia Avenue (Harris, Smith)
Þetta lag er frammhald af laginu Charlotte the Harlotte sem er á fyrstu plötu Iron Maiden. En 22 Acacia Avenue er semsagt staðurinn þar sem þú getur hitt þessa mellu sem lagið er um. Lagið segir frá því hvernig mellur eiðileggja líf sitt, Charlotte you’ve taken your life and you’ve thrown it away. Upphaflega var þetta lag samið fyrir sveitina Urchin en þeir breyttu því pínu.


The Number of the Beast (Harris)
Þetta lag byrjar á biblíu versi sem segir drá djöflinum. Það fjallar um einhvern ágreining milli djöfulsins og Gabríels en djöflinumvar víst vísað frá himnaríki. En annars er þetta alveg geðveikt lag og frábært gítarsóló og alveg magnað viðlag.


Run to the Hills (Harris)
Þetta lag ættu allir að kannast við hvort sem þeir hlusti mikið á tónlist eða ekki. Run to the Hills var lagið sem gerði þá fræga. Mér finnst þetta mjög gott lag og frábært gítarsóló en samt skil ég ekki afhverju allir dýrka það svona mikið þeir hafa gert betri lög. En lagið segir frá baráttu Kúreka og Indjána og hvernig Kúrekarnir fara með þá. Þeir gáfu út myndband með þessu lagi sem er jáá…svolítið sérstakt en ég hef bara gaman af því.


Gangland (Smith, Burr)
Þetta er alveg ágætt lag en það er það lélegasta á þessari plötu. Lagið fjallar um hræðslu og ótta við dauðann og morð og svoleiðis.


Total Eclipse (Harris, Murray, Burr)
Ég þurfti að lesa textann til að skilja hann nokkurn veginn en lagið er um hörmulegan heimsendi. Einn vinur minn sagði mér að þetta lag hefði ekki verið á plötunni, að því hefði bara verið bætt við á geisladiskinn en ég veit ekki hvort það sé satt. Þið sem vitið það getið látið mig vita.


Hallowed be thy Name (Harris)
Þetta er allveg rosalega gott lag. Lagið segir frá síðustu stundum manns sem á hengja. Hann biður um að þetta sé allt bara slæmur draumur. En afhverju er hverið að hengja hann, mig langar til að vita það. Allavega hefur hann gert eitthvað slæmt því í seinust setnigunn sér maður að hann hefur farið til helvítis. Svo hugsa ég hvort hann sé djöfullinn því nafið á laginu er Hallowed be thy Name en annars hef ég ekki hugmynd um það.


Þessi plata er bara tær snilld en ég er að hugsa um að gefa henni 9,5 í einkunn.
Takk fyri
books have knowledge, knowledge is power, power corrupts, corruption is a crime, and crime doesn't pay..so if you keep reading, you'll go broke