Úrslit og fréttir komið á síðuna,http://mjolnir.is/wordpress/?p=41
Verðlaunahafar í opnum flokki á Mjölnir Open í fyrra en mótið í ár verður haldið núna á laugardaginn 19. maí. Keppt verður í þyngdarflokkum karla og opnum flokkum karla og kvenna. Keppnin verður eins og í fyrra, no-gi glíma.
… á Ayub Tashkilot en því miður hlaut Ingþór skurð á augabrúnina og læknirinn stöðvaði bardagann. Mjög svekkjandi fyrir Ingþór og ég er sannfærður um að hann hefði farið með sigur af hólmi ef þetta hefði ekki komið upp á. Hann mætir hins vegar án efa tvíefldur til leiks næst.
Veltiviktar IBF heimsmeistarinn Kermit Cintron, sem jafnframt glími í menntaskóla og háskóla, hefur tekið áskorun sem Dana White forseti UFC lagði á borðið vegna grátstafanna í Floyd Mayweather Jr. Mayweather hafði sent MMA tóninn með allskyns stælum og Dana skoraði þá á hann að mæta UFC léttiviktar meistaranum Sean Sherk í MMA keppni. Mayweather fann sér afsökun til að þurfa ekki að standa við stóru orðin en nú hefur Cintron sagst vilja berjast.
… bjallan gall og bjargaði Dananum. Þetta er á síðustu sekúndum í 2. lotu en bardaginn fór að lokum í dómaraúrskurð og jafntefli var niðurstaða dönsku dómaranna. Sjá nánar hér Mjölnisvefnum: