Ég skellti mér á óvissusýningu kvikmyndahátíðarinnar (þó bara vegna þess að mér var boðið á hana) og fyrir sýninguna var tilkynnt hvaða myndir hefðu unnið til verðlauna. Man nú ekkert hvaða mynd vann aðalverðlaunin (eitthvað Serbneskt drama eða eitthvað álíka) en Howl's Moving Castle vann áhorfendaverðlaunin.

Verst að konan sem las það upp lét eins og hún væri nýbúin að fá sér í haus og vildi ekkert vera þarna. “Töfrakastali…..Howl..?” -Gott dæmi um hversu freðin hún var, og svo þurfti að hlaupa eftir verðlaunagripnum því af einvhverri ástæðu var hún ekki með hann.
Fannst reyndar líka lágmark að gefa upp titil myndarinnar á ensku og jafnvel á japönsku og bara helst sleppa svona íslenskuþýðingum. Efast um að titill annarra mynda hefði verið íslenskaður svona.

En þetta er mjög ánægjulegt og ég vona að sem flestir hér hafi fengið tækifæri til að sjá myndina.