Gott fólk á hugi.is/manga. Hér eru margir sem eru sí-veinandi og vælandi yfir öllum anime-um sem manni getur dottið í hug. Afhverju? Þarf virkilega að vera að endurtaka aftur og aftur og aftur hví Shippuden sökkar? Hér mun ég taka á nokkrum anime-um og segja nokkur orð um kvartanir um þau, bæði hér og annarstaðar. Enjoy.

Dragonball/Z

Dragonball og Dragonball Z eru líklega ein af mest elskuðu og hötuðu anime-um á netinu. Mér finnst það sjálfum mjög fínt anime/manga og hef mjög gaman af því, enda hefur Dragonball/Z mótað nútíma shonen manga. Það eru einnig mörgum sem finnst Dragonball/Z vera alveg ömurleg sería, og það er allt í lagi, fólk hefur mismunandi smekk.

EN

Ekki allir af þeim sem hata segja allveg satt. Meira að segja hefur megnið af þeim sem hatar það aldrei séð meira en kanski þátt eða tvo inni í miðri seríu. Náttúrulega eru margir sem hafa séð seríuna eða ágætlega stóran part af henni og finnst hún samt ekki góð og það er allt gott og blessað. En þeir sem hafa ekki séð nógu stóran hlut af Dragonball eða nokkurri annari seríu eiga að halda munninum sínum lokuðum.

Ég sá einu sinni þráð eða grein um Dragonball þar sem var verið að tala um hvað DB væri góð sería. Allt í lagi. Þá kom einhver og sagði að DB væri léleg sería. Vitlaus staður en annars allt í lagi (Ef hann hefur séð nóg af DB til að hafa góða skoðun á því). Þegar ég sagði vitlaus staður, meinti ég vitlaus staður. Skítakast aldarinnar hófst. 'Hvað er að ykkur!?' hugsaði ég. Þarna voru tveir einstaklingar, báðir eldri en 13 ef ég man rétt, að kastast á, talandi um mömmu hins og ógnandi hvor öðrum eins og þeir hafi verið fæddir í gær. Ég spyr, hvað er að svona fólki? Ég meina, trúir einhver hér í eina sekúndu að einstaklingurinn sem fannst DB lélegt segji ‘já, það er rétt hjá þér, DB er frábært’ eftir að það er búið að segja að hann snerti sig á skólaklósettinu?

-'Þú snertir þig á skólaklósettinu, asninn þinn'
-'Já það er rétt hjá þér, Dragonball er frábær sería'

Er fólk svo gjörsamlega brenglað að það heldur að þetta gerist…. nokkurntíman? Ég spyr bara: Hvaða kennitölu er þetta fólk að nota?

Það bara þíðir ekkert að reyna að koma skoðunum sínum yfir á aðra, allavega ekki svona.

Ég endurtek, ef þú hefur séð nóg af einhverri seríu máttu segja hvað sem þú villt um hana, veldu bara réttan stað til að segja skoðun þína og ekki láta eins og fimm-ára krakki.

Jæja, nóg með það. Þá er komið að Naruto.

Naruto

Ég les Naruto mangað og hef verið að fylgjast með Shippuden. Mér fannst megnið af filler örkinni í Naruto ekki vera gott og finnst Shippuden vera einum of hægir. Það þíðir ekki að Naruto sé versta anime á jarðríki. Frekar vil ég að Shippuden hafi smá fillera inn á milli en að fá eitt og hálft ár af fillerum í viðbót. Á meðan les ég mangað og það er mjög fínt akkurat í augnablikinu.

Eins og ég sagði þá finnst mér Shippuden nokkuð hægt og margir eru sammála. En Naruto hefur skánað og Shippuden er mun betri en fillerarnir í enda upprunalegu seríunnar. Hér hef ég séð hvern Naruto þátt á fætur öðrum breytast í ‘Fillerarnir sökka, hættu að horfa á Naruto’. Já, fillerarnir sökka en að segja það aftur og aftur vil alla em þú sérð á íslensku spjallborði er ekki lausnin. Lausnin heitir manga.

Og Aftur, ef þú hefur séð nóg af hinu sanna Naruto og finnst það samt lélegt, er það allt í fínu lagi, fólk hefur mismunandi smekk.

Og þá er komið að Bleach.

Bleach

Annað en Shippuden, er Bleach á hröðu nótunum (fyrir utan nýjasta þáttinn, sem er smá mini-filler-arc). Bounto örkin er á enda og Anime-ið er farið að fylgja manganu aftur. Talsmátinn um þessa seríu finnst mér vera til fyrirmyndar hér á Huga. Allavega skárri en hvernig er farið með aumingja Naruto. Reyndar á sumt fólk erfitt með að átta sig á því að fillerarnir (sem eru allt-í-lagi að mínu mati, en ekki eru allir sammála) eru búnir og góði parturinn er í gangi. Aftur: mörgum finnst Bleach bara ekki góð sería og hafa séð nóg til að dæma hana. En sumir hættu að horfa á Bleach í fillerunum og eru ekki byrjaðir aftur að horfa og segja samt að jafnvel það nýja sökki. Þetta er fáránlegt, enda eru þessir aðilar, eins og ég sagði, ekki búnir að sjá nýja dótið.

Og að lokum er það One Piece sem ég vil tala um.

One Piece

Að mínu mati er One Piece það besta sem komið hefur fyrir heiminn í mörg ár. Og mér finnst bara leiðinlegt hve lítil umfjöllun er um það. Annars hef ég eiginlega ekkert að kvarta um. :)

Og að lokum

Megnið af því sem ég sagði um Dragonball/Z, Naruto og Bleach getur gilt um nokkurnveginn öll anime og í rauninni hvað sem er.

Auðvitað er fullt af fólki bæði hér og annarstaðar sem hefur séð nóg af einhverri seríu til að geta sagt að hún sé góð/léleg.

Einnig held ég að lang flestir kunni að haga sér og fari ekki í skítaköst útaf einhverju gjörsamlega fáránlegu.

Boðorðin 5:

1.Skítaköst leysa gjörsamlega ekki neitt.
2.Manga er lausnin á vandamálum varðandi filler.
3.Það virkar oftast ekki að reyna að koma skoðunum þínum yfir á aðra, að tjá skoðanir þínar og að þrýsta þeim yfir á aðra eru tveir ólíkir hlutir.
4.Enginn er fullkominn
5.Reyndu að velja réttan stað til að tjá þig (ekki segja að Naruto sökki í þráð þar sem allir aðrir elska Naruto).


Ef þú ert móðgaður af þessari grein ert þú líklega ekki einn af þessu fína fólki sem ég nefndi áðan.



Takk fyrir mig.

-Hawkuro