Jæja.. hvernig væri að koma þessu af stað!

Nú er kominn tími til að tekið verði til hendinni hérna á Hugi.is/manga-anime! Það er komið nóg af þessari vandræðalegu þögn sem virkar eins og falin skömm á sjálfu áhugamálinu!

Ég vona að stjórnendur hafi áhuga á hugmyndum um endurbætur hér.
Ég kem hér með spurningu! : Eru einhverjir pennar til í að byrja skila af sér efni “minum 700 orð” reglulega og þá er ég að tala um alvöru reviews ekki kjörbókaritgerð( endursögn og rugl)

Greinarnar “reveiws” gætu farið gegnum einhvern sem sér um að viewið standist ákveðna standarda og svo um að setja umræðu þráðinn af stað þegar greinin stendur nakin sem einskonar flaggskip dóms sem gefin hefur verið!
Svo sem aukaefni væri hægt að vera með :

Anime Mánaðar / ársins
Best Female / Male character
Skala þar sem seríum er gefinn einkun og settur verði top 20 listi sem fer eftir reviews og einkunnum sem þeir gefa sériunum.

Korkar geta verið notaðir sem eftirspurn!

Auk þess gæti review flokkurinn skapað tækifæri fyrir nýa jafnt og gamla anime/manga áhugamenn að fynna sér eithvað nýtt til að horfa á.

Ég er nú þegar að leita af áhugamönnum 40-100 titla reynsluboltum til að byrja þessa herferð.
Auðvitað með leyfi stjórnenda.
Sjálfur stóð ég í því að senda in 4000 orða ritgerðir á anidb og vona að hér finnist menn/konur sem metnað hafa fyrir þessu áhugamáli.

Ef stjórnendur vilja ekki taka á sig þá vinnu sem í þessu flest skal ég glaður hjálpa til við setninguna og skal hafa frumkvæðið! , ég neita þó að kasta vinnu minni í eithvað sem engin les og vona að þetta fái stuðning.

Vinsamlegast : Fire away