Góðan daginn.

Áður en ég byrja á þessari grein vil ég benda á það að ég hata engan veginn anime og er líklega einn af þeim fyrstu hér á landi sem hefur verið fastur í þessu áhugamáli. Ég var þar að segja að versla original Macross þætti út í löndum löngu áður en það var nokkurn tíman sýnt hér í sjónvarpi. Bara svona til að benda á það hversu rót gróinn ég er.

Allaveganna mig langar til að kvarta og kveina yfir því hvernig anime myndir í dag eru orðnar. Þegar ég segi myndir á ég við bæði þætti (ova eða tv) og kvikmyndir. Þær eru nánast allar í dag orðnar algert drasl. Gjörsamlega óáhorfandi og leiðinlegt. Það er bara eins og það sé ekkert frumlegt eftir. Allt sem kemur út í dag virðist snúast út á sömu hlutina. Hver kannast ekki við þessa klisju? Létt klæddu stelpurnar í skólabúningum sem hafa sérstaka hæfileika eða keyra um í risastórum vélmennum! Ég veit ekki hvort ég sé einn um þetta en ég er búinn að fá gjörsamlega nóg!

Ég er eiginlega gjörsamlega hættur að horfa á anime í dag en fylgist þó oftast með einstæðum kvikmyndum eða serium eftir einhverja sem ég veit að eru góðir. Hinsvegar vil ég benda fólki að reyna ekki að segja mér að ég hafi ekki reynt því marg oft hef ég reynt að snúa aftur að gömlu fíkninni og ákveðið því að fara og leigja mér hina og þessa seriu. Ja eða kaupa eða downloada. Margar Aðferðir. Alltaf gerist það sama. Ég sit þarna og ég horfi en ég hef séð þetta allt áður en samt ekki!

Hvað varð um allt þetta góða gamla? Macross tildæmis? Captain harlock og queen emeraldas(eða var það ezmeraldas?) Akira. Ghost in the shell. Tenchi mujo! Vampire Hunter D. Meira að segja gömlu myndirnar frá Manga puplishing voru betri en crappið í dag.

Ok það eru nokkrir en góðir í dag. Mamoru Oshi hefur dalað en eitthvað gott eftir hann enn. Hayazaki er alltaf góður.

Allaveganna framvegis horfi ég bara ekki á fleirri seriur. Það er á hreinu.

Ef ég á að setja þetta rant mitt í einfaldan búning þá segi ég það einfaldlega að Anime hefur misst allan frumleika. Það er fast í endalausu loopi þar sem það sama er endurtekið aftur og aftur!

Takk fyrir mig.

Shoot away.