Hellsing Manga Sumarið 2004 byrjaði ég að horfa á Anime/lesa Manga og það fyrsta sem ég sá var Hellsing (eins og margir aðrir skilst mér, á víst að vera góður starter). Í kjölfar þess fór ég að horfa á Chobits, Hagaren, Samurai Champloo og fleira og fleira. Og nú í dag er ég huge anime/manga fan og reyni að komast yfir eins mikið af því og ég get. En ég ætla ekki að skrifa hérna um sjálfan mig heldur það fyrsta sem ég sá (og reyndar las), Hellsing.
Ég var mjög hrifinn af Anime-inu og fannst það með því svalara sem ég hafði séð. Sérstaklega Alucard (Walter og Valentine bræðurnir eru ekki svo slæmir heldur) en svo er ekki lengur. Ég álpaðist til þess að kaupa fyrstu þrjú volumin af manganu af amazon og varð frekar pirraður vegna þess hve lélegt anime-ið er í samanburði við mangað. Anime-ið er fullt af leiðinlegum og óþarfa útúrdúrum sem koma ekki fram í Manganu og nær snilldin sem Hellsing byggist á engan vegin að skína í gegn þegar horft er á Anime-ið. Þættirnir eru (lauslega) byggðir á fyrstu tveimur bindunum og aðal plottið kemur aldrei fram. Þar er búið til persónu sem á að vera einhverskonar erkifjandi Alucard og er sett upp frekar kjánaleg duel á milli þeirra í blálokin á seríunni. Iscariot er breytt í vitlausa andstæðinga Hellsing og er gefið lítið sem ekkert kúl. Karakterinn hans Enrico Maxwell kemur sérstaklega illa útúr þessu. Og það versta af öllu er það að Seras er sett upp sem aðalpersónan og fara nokkrir þættir einungis í það að þróa karakterinn og sína hversu erfitt það er fyrir hana að vera vampíra. Munið þið eftir Ferguson gaurnum? Það er gaurinn sem kenndi Seras flest sem hún kann….. Það var fkn Alucard sem þjálfaði hana upp og gerði hana betri. Þessi asnalegi Ferguson var búinn til til þess að Alucard kæmi minna fyrir svo að fókusinn mundi haldast á Seras, BJAKK!.
Úff… það var gott að koma þessu frá sér…. animeið suckar. En Mangað er það besta í heimi. Maðurinn sem hannaði karakterana, skrifaði dialoginn, teiknar allt heitir Kouhta Hirano og er besti Manga teiknari sem ég hef nokkurn tíman séð (fyrir utan gaurinn sem teiknar hagaren kanski) Kouhta teiknar allt með penna og hefur einstakan hæfileika að setja fram ákaflega súrrealískar og listrænar myndir af karakterunum. Vampírurnar hafa rosalega heillandi og drungalegan element yfir sér og eru settar fram sem ófreskjur sem nærast á blóði og maður fær svona hryllilega tilfinningu í hálsinn (afsakað bullið í mér) þegar lesið er. Já Alucard er settur fram sem ófreskja og djöfull sem lamar alla úr hræðslu sem koma nálægt honum og það eru nokkrir sweet gluggar í vol. 3 þar sem hann er að slátra Swat gaurum. Í einum þeirra þá heldur hann á gaur á hálsinum með tönnunum á meðan hann er að nærast á honum (illa svalt). Kouhta er bara plain listamaður EN!! Hirano-san teiknar ekki Anime-ið og því hefur enginn karaker þann sjarma sem hann hefur í Manganu og allt virkar frekar dauft og kjánalegt. Walter er gott dæmi. Hann er með allt of mikil andlits-detail í anime-inu og hefur ekki þennan deadly fimleika og snerpu sem hann hefur í Manganu (útlitslega séð sko, það sést líka betur þegar litið er á Hellsing: The Dawn). Intergra er líka með alveg slétt hár í Anime-inu og er fullkomnlega steingeld. Í manganu er hún hot og með soldið liðað hár. Þó svo að Hellsing er frekar alvarlegt manga þá hefur Kouhta mikla kímnigáfu og kemur með nokkur drepfyndin komment í loka hvers bindið og er fjallað um nokkra karakterana á ákaflega kómískan hátt (ef maður fattar þennan skrítna japanska húmor).
Og ef maður fer aðeins í höfundinn þá er Hellsing það fyrsta (eina) sem hann teiknar og gefur út í bindum. Hann var aðalega í því að teikna Hentai-manga og eru langflestir karakterarnir teknir þaðan. Til dæmis er Mayor, General og Doc úr Millenium allir óbreyttir úr hentai seríu sem Kouhta teiknaði og Alexander Anderson er aðalpersónan úr Angel Dust (sem er hentai), þar sem hann er í síðum svörtum frakka og notar shot-gun þ.e. illa fkn svalur. Svo er Kouhta í þessu að teikna Hellsing: The Dawn sem á að gerast í WWII á árunum 1939-42 og er Walter þar aðalpersónan. Hann er fjórtán ára þar… alger snilld. Hann og Alucard eru að berjast á móti Millenium og maður fær þar meiri upplýsingar um hreifinguna og karakterana á bak við hana (sem maður þarf btw að kynnast í gegnum mangað, því að Kouhta fann einhverja dulda ástæðu til þess að sleppa öllu því besta í gerð Anime-sins). Hellsing: The Dawn er að finna í tímaritinu Young King Ours en er líka til einhverstaðar á netinu á japanísku (man ekki hvar ég fann það).

Tilgangurinn með þessari grein var ekki (bara) að drulla yfir anime-ið heldur til þess að hvetja alla þá sem hafa séð það og fíla það að kaupa mangað, og virkilega uppgötva kúlið sem Hellsing hefur uppá að bjóða! Ég vona að sem flestir tékki á þessu…. takktakk