Full Metal Panic er ein af bestu Anime-þáttum sem ég hef séð. Hún er fyndin,spennandi og skemmtileg. :)

Full Metal Panic fjallar um leynileg samtök sem nefnist “Mithril”. Þau sjá um að tortíma hryðjuverkamönnum og verksmiðjum sem framleiða vímuefni með því að nota sérstök risavélmenni, sem heita Armslave (AS). Einn daginn, sendir samtökin þrjá bestu hermennina til að fylgjast með 16 ára stelpu, henni Kaname Chidori, vegna þess að þeir gruna að henni verði einhverntímann rænt. Þau Major Melissa Mao, Sgt.Kruz Weber og hinn 16 ára Sgt. Sagara Sousaske fara til Japans til að byrja á verkefninu.
Þar sem Sagara er 16, þá fer hann í skólann hennar Kaname sem skiptinemi og fylgist þannig grannt með henni. Það endar náttúrulega með ósköpum!
Eftir að hafa horft á nokkra þætti, kemst maður að því að Kaname er ein af þeim sem kallast: “Whisper”. Hún hefur að geyma “Black Technology” inní hausnum hennar, en þessi svarta tækni felur í sér öll leyndarmál framtíðartækni Armslave vélmennanna. Ef hún kæmist í hendur óvinanna, þá myndi blossa upp stríð milli landa!
Eftir því sem þáttunum líða, þá fer maður að sjá að Kaname er soldið hrifin af Sagara, þar sem hann er alltaf að bjarga henni en hann fer líka alltaf endanlega í taugarnar á henni! Það er geðveikt fyndið! En málið versnar þegar foringinn á bakvið “Mithril” fer að verða hrifin af Sagara líka….Það er spennandi að vita hverja Sagara velur… :)

Ég mæli mjög með þessum þáttum ef þið viljið sjá spennu,rómantík og gaman í sömu þáttarröðinni.

Kveðja
-Cassidy.