gamall gátu
Já, þetta mun vera elskan mín, ein af 3. Þar sem ég er trúleysingi leyfist mér að fjölkvænast ;). Gislinn kom með uppástungu um að taka mynd af klassísku hljóðfæri í svipuðum stíl og ég hef verið að taka, en þar sem ég hef ekki komist í tæri við slík hljóðfæri þá lét ég minn eftirlætis gítar sitja fyrir.
Tók þessa mynd þegar ég gat ekki sofnað. Stillti á stærsta ljósop sem ég gat valið um, setti lokunarhraðann á 30 sekúndur og teiknaði með vasaljósi með hvítu blaði framan á í hringi alveg frá linsunni og upp að fókusfjarlægðinni (sirka meter). Kom skemmtilegra út en ég bjóst við. Ég átti ekkert við myndina nema að ég kældi litina niður og plástraði aðskotaljós frá tölvunni minni úr.