Hamrað úr hörðum kvíða, hégóma hlaðið,
bryddað eitri afprýði, öfundar.
Brenglaður sannleikur að lygi orðinn.

Af afli óttans laust, áður rökfestum bundið,
úr skynseminnar básum skotið.

Hittir sál í hjartastað, helsár veitir.