Inferno Terminator, fyrir um 6 mánuðum breytti Inferno ventlunum þannig að merkjarinn stendur sig betur í kulda en áður.
Low Pressure Chamber, einnig kallað High Volume Cell er hólf á merkjaranum sem tekur við gasinu þegar það kemur inn í hann. Þarna bíður það eftir að ýta kúlunni út. Þetta hólf getur lækkað þrýstinginn sem þarf í skotið, meira gas er notað í hverju skoti. Kúlan verður því fyrir minna höggi, en álagið varir þess í stað í lengri tíma. Sagt er að þá sé minni hætta á að kúlan springi við höggið. Svona hólf getur líka virkað sem exp.ch.
Vökvinn fer inn í keilulaga hólfin, þyrlast þar um og þrýstist út um litlu götin og inn aftur í næsta hólf fyrir ofan. Rýmið í hólfunum, hringhreyfingin inni í þeim og það að ýtast í gegnum lítið gat hjálpar allt til við að breyta vökvanum í gas. Þetta er 6 þrepa exp.ch. þannig að hann hefur 6 hólf.
Expansion Chamber er byggður upp af nokkrum keilulaga hólfum og ef fljótandi kolsýra kemur í græjuna er henni þyrlað úr einu í annað upp í gegn. Þannig gufar hún upp og verður að gasi. Þannig verður þrýstingurinn upp í byssunni jafnar, þar með skotkrafturinn. Expansion Chamber er svo gott sem nauðsynlegur ef spila á í minna en 15°C hita