Richard Harris 1930-2002 Leikarinn Richard Harris er látinn 72 ára að aldri. Harris, sem gaf út yfirlýsingu fyrir nokkrum dögum að hann mundi verða hress fyrir þriðju Harry Potter myndina “Harry Potter and the Prisoner of Azkaban”, hefur verið að berjast við krabbamein síðan í ágúst síðastliðnum. Harris hafði leikið prófessorinn Albus Dumbledore í fyrstu tveimur Harry Potter myndunum.

Richard Harris fékk fyrst athygli sem leikari árið 1963 þegar hann var tilnefndur til Óskars sem besti leikarinn í aðalhlutverki fyrir myndina This Sporting Life en eftir það varð hann einn vinsælasti leikari breta á sjöunda og áttunda áratugnum. Harris gaf einnig út nokkrar plötur á þeim tíma og fékk Grammy tilnefningu fyrir útgáfu sína af laginu “MacArthur Park”.

Harris fór aftur að fá athygli eftir 1990 þegar hann fór að leika í aukahlutverkum í myndum á borð við Unforgiven, Patriot Games, Gladiator og auðvitað Potter myndunum. Hann var aftur tilnefndur til Óskars fyrir frammistaða hans í myndinni The Field.

Harris var giftur tvisvar; Elizabeth Rees og Ann Turkel og skilur eftir sig þrjú uppkomin börn: leikararnir Jamie Harris og Jared Harris (Mr. Deeds) og leikstjórann Damien Harris.