Akira kvikmynd darkhorizons.com greindu frá því í dag að Warner Bros séu að fara að gera leikna kvikmynd eftir teiknimyndinni vinsælu Akira frá árinu 1988. Leikstjóri mun vera Stephen Norrington sem gerði fyrstu Blade myndina og er að klára A League Of Extraordinary Gentlemen um þessar mundir. Handritið verður unnið af James Robinson sem skrifaði einnig handrit ALOEG.

Söguþráðurinn verður mjög svipaður og í Akira og mun fjalla um foringja í mótorhjólaklíku í framtíðinni sem verður að bjarga yngri bróður sínum frá leynilegu verkefni ríkisstjórnarinnar.
Enginn snilldarsöguþráður þar á ferðinni en ég held að útlitið á þessari mynd eigi eftir að verða magnað. Norrington skapaði mjög flottan heim í kringum Blade og ég held að hann eigi ekki eftir að valda vonbrigðum með þessa endurgerð.

Bíð spenntur því mér fannst Akira snilld á sínum tíma.