James Cameron gerir Manga mynd næst Þær fréttir hafa lekið á netinu að snillingurinn James Cameron sé loksins að fara að byrja á mynd eftir að hafa hangið í lausu lofti í nokkur ár. Hann tilkynnti það á blaðamannafundi, þar sem hann var að kynna sci-fi myndina Solaris. Hann er framleiðandi Solaris en Steven Soderbergh leikstýrir henni. Það hafa verið miklar vangaveltur um það hvað Cameron ætlar að gera og var talað um að hann ætlaði að endurgera Fantastic Voyage. Svo var hann auðvitað bendlaður við Spiderman á sínum tíma.

Cameron ætlar að gera kvikmynd úr manga teiknimynd sem kallast Battle Angel Alita. Þetta er vísindaskáldsaga og fjallar um kvenkyns cyborg sem finnst á ruslahaug og er allgjörlega minnislaus. Hún reynir að komast að því hver hún er og lendir í leiðinni í allsherjar vandræðum(fullt af hasaratriðum). Hún spyr sjálfa sig spurninga um mörk þess að vera mannlegur og vélrænn.

Þetta hljómar svolítið svipað og Ghost in the shell en ég vona og hálfveit að Cameron fellur ekki þá gryfju að herma eftir, hann er nú þekktur fyrir allt annað. Maður bíður bara spenntur þangað til.