Fór á kvikmyndina Pahanhautoja í Bíó Paradís um daginn og hafði einstaklega gaman að. Um er að ræða Finnskan sálfræði trylli sem hittir beint í mark. Það sem stendur líklegast upp úr við þá mynd er gott myndmál um líkamsskynjunarröskun og hvernig sambönd mæðgna getur verið strempið út frá óraunhæfum stöðlum um fegurð og velgengi í augum annarra.
    Ég get ekki sagt að myndinn sé beint ótrúlega hræðileg hvað varðar hryllings mynd en hún bætir upp fyrir það með því að vera frekar óþægileg. Það sem er líka frábært við hana er að hún er ekkert sérstaklega löng eins og svo margar myndir eru orðnar. Myndinn er 88 mín og kemur sögunni frá sér á hnitmiðaðan hátt.
    Ótrúlega skemmtileg mynd að fara á og maður er ekki að labba út úr bíóinu klukkan 2 að nóttu.