Í ljósi þess að tölfræði áhugamála er komin aftur í gang ætla ég að fara yfir það hvernig /kvikmyndir hefur komið út í þessum könnunum.

Árið 2004 voru kvikmyndir í 35. sæti yfir mest sóttu áhugamæalin með 165,639 flettingar á árinu. Ekki gott ár fyrir Kvikmyndaáhugamálið.

Árið 2005 urðu kvikmyndir í 21. sæti 386,003 eða 0,57% af flettingum huga það árið og bæting um 230% frá árinu áður.

2006 var síðan ár áranna en þá var flett samtals 1,045,838 sinnum á kvikmyndir sem skilaði 11. sæti og aukning um 270% frá því 2005. Þessi rúma milljón var 1,36% af heildarflettingum huga árið 2006. Meðaltal flettinga á mánuði voru því rúm 87,000.

Í janúar á þessu ári hættu síðan tölur að birtast yfir þessar flettingar en þá minnir mig að kvikmyndir hafi verið ca 100.000 flettingar í þeim mánuði enda var Trivian þá í hámarki og allir bókstaflega að ærast af spenningi.

Nú þegar nýr vefstjóri er kominn til valda hafa tölurnar verið vaktar uppfrá dauðum og fengum við stjórnendur að sjá tölur fyrir ágúst, september og október.

Ágúst var ekki sérlega glæsilegur, 19. sæti með 57,384 flettingar sem voru víst 1,31% af flettingum á huga þann mánuðinn.

Í september vorum við í 17. sæti með 62,495 flettingar eða 1,33% flettinga.

Í október var það síðan 18. sætið með 61,458 flettingar og aftur var það 1,33% flettinga.

Þegar litið er á hlutfall flettinga á kvikmyndum frá því árið 2006 þegar flettingar voru í hámarki til dagsins í dag sést að það hefur lítið breyst. Þessi 1,045,838 flettinga skiluðu 1,36% af flettingum meðan 57 þúsund flettingar í október skiluðu 1,33%. Þannig við getum alveg haldið okkar striki með þessi 1,33% en það er alveg möguleiki á bætingu, sumir hérna mættu alveg vera duglegri að skrifa greinar ;)


Takk fyrir mig og verði ykkur að góðu.