Já, góðir áhorfendur, hér er kominn besta mynd ársins, að mínu mati. Enn og aftur fer Martin Scorsese í þann flokk kvikmynda sem hann er hvað þekktastur fyrir: Mafíósamyndir. Ég hika ekki við að segja að Departed sé ein sterkasta og mest útpælda mynd Martins Scorsese(hvað varðar söguþráð og gæði).


Sagan: Tveir menn frá sitthvorri hlið laganna fara í dulgervi innan sitthvorri þjónustunni, einn hjá Lögreglu Bostons og hinn hjá Írsku Mafíunni. En ofbeldi og blóðsúthellingar sjóða upp þegar uppgötvanir eru gerðar, og eru svikararnir sendir til að komast að einleikni óvinarins(tekið frá IMDB.com)


Myndin er byggð á japönsku myndunum Infernal Affairs, sem er talin vera einn besti þríleikur sem Japanar hafa sent frá sér. Endurgerð Scorsese er stórkostleg og heldur sig mjög vel við upprunalegu útgáfuna, og bætir við hlutum úr framhöldunum, og myndar virkilega sterka sögu sem gaman er að fylgjast með. Svo til að toppa allt saman, fær hann alveg einstaklega sterkan leikarahóp fyrir hvert hlutverk. Leo Dicaprio og Matt Damon leika svikahrappana úr hvorum flokknum og sýna frábæra takta. Svo er Jack Nicholson magnaður í hlutverki Costello, og eignar sér skjáinn þann tíma sem hann er á honum með magnaðri frammistöðu. Svo eru aukaleikararnir Martin Sheen, Ray Winstone og Vera Farmiga alveg mögnuð hver á fætur öðrum, en bestu aukaleikararnir eru Alec Baldwin og Mark Wahlberg, sem sýnir algerlega nýja hlið á sér með snilldarframmistöðu í hlutverki Dignam. Hún er verulega spennandi og nær algjörri athygli manns frá byrjun til enda. Og húmor myndarinnar er verulega góður. Svo eru ofbeldisatriðin verulega vel stílfærð, og plottið í endanum er frábært.


Lokaniðurstaða: The Departed er ein besta mynd sinnar tegundar og ein af bestu myndum Martins Scoresese með Goodfellas og Raging Bull. Verður erfitt fyrir myndir sem eiga eftir að koma eftir þessari að toppa þessa hvað varðar gæði.