Hver er ykkar skoðun á að fara einn í bíó ?
Málið er að mig langar geðveikt að sjá eina mynd í bíó en það vill svo óheppilega til að vinir mínir hafa allir séð hana (fóru á hana þegar ég var úti á landi!!). Enginn er til í að fara á hana aftur með mér, það kostar of mikið ! Þannig að ég er virkilega að spá í að skella mér bara einn í bíó á myndina. En ég vil ekki líta út sem einhver algjör loner.
Hvað er ykkar álit ? Hafið þið einhverntíman farið ein í bíó ?