Afsakið innsláttar - og stafsetningarvillur í komandi grein.

Triple X (XXX)

Slagorð: A New Breed Of Secret Agent.

Leikstjóri: Rob Cohen.

Handrit: Rich Wilkes.

Leikarar: Vin Diesel, Asia Argento, Marton Csokas og Samuel L. Jackson.

Umfjöllun:

Jæja, þá er enn ein bíóferðin á enda. Farið var að sjá Triple X með Vin Diesel og Samuel Jacksyni. Farið var í Laugarásbíó á Powerforsýningu kl 12.15 þann 30. ágúst.

Myndin opnar á laginu Fuer Frei þar sem jakkaklæddur maður flýr undann ókkunnugum mönnum. Svo virðist sem þeir heimti líf hans. Hann flýr þá inn í hús sem svo heppilega hýsir villta Rammstein tónleika. Þar inni flýr hann í mannþröng og svo gerist svolítið sem ég vil ekki segja(til að spilla engu. Myndin er hröð og byrjar maður að sjá Diesel vinnandi á Country Club eða einhverju þannig. En ekki er allt sem sýnist.
Hann stelur bíl þingmanns sem ætlaði að banna Rapp tónlist og afturkalla tölvuleiki. Flýgur hann þá með hann fram af brú og stekkur úr honum í fallhlíf.
Semsagt fyrsta ýmindin sem við fáum er sú að hann er vandræðagemsi af hæstu gráðu. Hann lifir fyrir hraða og spennu. Snjóbretti, motorcross og fallhlífastökk er eins og að drekka vatn fyrir honum.
Þá byrjar vesenið, hann er valinn í hóp vel valdna manna til þess að komast inn í samtök sem bera nafnið Anarki 99(sem grunuð eru um hryðjuverkastarfsemi og hald ýmissa efnavopna) Hann gengst undir ýmiss próf og stenst þau öll með prýði, mikið betur en hinir. Hann er þá valinn í þetta verkefni og þeir koma honum strax af stað en hann þarf að ferðast til, það sem stóð, Tékkóslóvakíu(sem er ekki til en hann var sendur til Tékklands að mig minnir) Byrjar hann á því að kynnast tékknesku lögreglunni.

Lengra fer ég ekki til að spilla engu fyrir þeim sem ekki hafa séð myndina. Myndin er spennandi og inniheldur margar sprengingar og byssuskot. Annars er handritið gert eftir fyrirfram ákveðinni uppskrift og ef fyrirsjáanlegt og svo gatað að það gæti þess vegna verið svissneskur ostur. Myndin er mjög óraunveruleg, eins og þegar hann stekkur á skellinöðru 5 metra upp í loftið á þúfu.
Myndatakan var ekkert til að hrópa húrra fyrir og a það til að skemma einstaka atriði eða gera það lélegra en það gæti verið.
Það góða við myndina er að hún er hröð og byrjar snemma, hún inniheldur rússa, Samuel L Jackson og miklar sprengingar. Líkja má þessari mynd við James Bond hinna ungu Bandaríkjamanna. Og náttúrulega eru þá Rússar stimplaðir vondir og alltaf talað um að gera það besta fyrir föðurlandið, meðan “Mother Russia” er sem plága á þessari jörðu. Bond hefur náttúrulega tæki og tól og er þessi enginn undantekning. Mikið af byssum og flottum bílum(skellinöðrum, snjósleðum osfr)
Vin Diesel hljómar sem gaddavír í þvottavél og skýtur inn sem óður Cheezy one-linerum sem eiga sínar góðu stundir allt of sjaldan. Aldrey hef ég litið á hann sem góðan leikara og eftir þetta breytist það ekkert.

Myndin fær **/***** fyrir sprenginar, rússa og Samuel L Jackson
A