Resident Evil (2002) RESIDENT EVIL
Lengd: 100mín.
Leikstjóri: Paul Anderson
Handrit: Paul Anderson
Aðalhlutverk: Milla Jovovich, Michelle Rodriguez, Eric Mabius, Martin Crewes
Framleiðsluár: 2002
Bandarísk

——————————————————————————————————————-


Ég bjóst ekki við miklu af þessari mynd þar sem kvikmyndir byggðar á tölvuleikjum hafa oftast heppnast illa og Tomb Raider er mjög gott dæmi um það. Ég vissi samt ósköp lítið um þessa vinsælu tölvuleikjaseríu þannig að ég hafði varla hugmynd um hvað beið mín.


Í byrjun myndar dreifir vírus sér í stórri byggingu þar sem margir eru við störf. Hann kemur öllu í uppnám þar inni og allir útgangar lokast. Alice (Milla Jovovich) er aðalpersóna myndarinnar en hún fer með manninum sínum, Matt Adison (Eric Mabius) og nokkrum hörðum nöglum, þar á meðal Rain Ocampo (Michelle Rodriguez) að kanna aðstæður í byggingunni og reyna að bjarga þeim sem er hægt að bjarga. Alice og Matt eru reyndar bæði minnislaus út af gasi sem var dreift inn í húsið þeirra. Það fer hinsvegar allt of mikið úrskeiðis og það byrjar með því að nokkrir úr hópnum deyja. Svo sjá þau að allir sem voru í byggingunni eru lifandi en hafa breyst í ógeðslegar og stórhættulegar mannætur. En það versta er að þau eru lokuð inni! Það sjást svo fleiri villidýr í byggingunni heldur en mannæturnar.


Hasaratriðin í myndinni voru flest geðveikt flott og tónlistin var góð. Tæknibrellurnar hefðu samt mátt vera raunverulegri á köflum. Leikararnir voru alls ekki að standa sig og Paul Anderson er alls ekki besti leikstjórinn í dag. Frægustu myndir hans fyrir utan þessa eru sennilega Mortal Kombat og Event Horizon. Í raun er þessi mynd miklu betri heldur en Tomb Raider og spennan er mögnuð allan tímann. Þó ég geti sett margt út á myndina skemmti ég mér vel yfir henni svo 6,5/10 er mín einkunn á henni.

6,5/10



Kíkið á heimasíðuna mína: <a href="http://www.geocities.com/kassagitar/home>www.geocities.com/kassagitar/home<a/