…Að mínu mati. Einum of oft hef ég lent í því að heyra frá hinum og þessum að einhverjar kvikmyndir séu alveg drepfyndnar, að ég verði að sjá þær því maður grætur af hlátri allan tímann og allt þar fram eftir götunum. Svo slæ ég til og horfi á þær og viti menn. Mér stekkur varla bros yfir neinu atriði í myndinni. Í framhaldi af því fer ég að pæla hvort ég sé svona húmorslaus og/eða með svo vanþróaðan húmor að ég einfaldlega skilji ekki hvað það er sem lætur fólk nánast missa saur af hlátri yfir þessum myndum. Þessar kvikmyndir eru yfirleitt eitthvað metnaðarlaust rusl, með lélegri leikstjórn, lélegum B-list leikurum (hver sá sem finnst Rob Schneider fyndinn maður á skilið að vera laminn með skóflu), einstaklega pirrandi söguþræði og svo fram vegis. Ýmist eru myndirnar um einhvern óheppilegan gaur í lélegri vinnu sem á engan séns í lífinu en svo breytist allt til hins betra (og hann er yfirleitt ljótur og endar með einhverri smokin' hot kellingu), böns af negrum í negrahverfi með negrahúmor (oft koma grasreykingar þar við sögu), menntaskólakrakka sem djamma of mikið og klúðra svo sínum málum en ná svo auðvitað að redda málunum fyrir rest og tilviljanakenndar barneignir. Ég get einhvern veginn ekki kennt húmorsleysi um það að ég geti ekki fyrir mitt litla líf hlegið að þessum myndum, þar sem það eru til fullt af öðrum myndum sem ég get hlegið að. Flestar eru þær kvikmyndir gerðar og gefnar út þegar ég var barn með takmarkaðan skilning á söguþræði og húmor myndanna, en ég hef horft á þær á undanförnum árum og ég get alltaf hlegið eins og vitfirringur að þeim. Samt virðist sem að flestum sem ég þekki þyki þessar myndir ekkert fyndnar og þær fá flestar ekkert sérlega góðar einkunnir á imdb.com. Mér til dundurs hef ég gert lista yfir þær sem mér finnst standa upp úr í þeirri von um að þið kvikmyndaunnendur séuð sammála mér um þessar myndir, eða, ef þið hafið ekki séð þær, vindið ykkur í að breyta því.

5. Serial Mom
Þessi kvikmynd á alltaf sérstakan stað í hjarta mínu, en fær þó ekki nema 6.4/10 á imdb. Hún er skrifuð og leikstýrð af John Waters, með aðalhlutverk fara Kathleen Turner, Sam Waterston, Ricki Lake og Matthew Lillard. Beverly Sutphin (Turner) virðist vera hin fullkomna, ofur eðlilega húsmóðir í Baltimore, með eiginmann og tvö börn á unglingsaldri. Það sem enginn þó veit er það að Beverly hefur ódrepandi áhuga á raðmorðingum, hún les mikið um þá, sendir þeim bréf í fangelsin sem þeir dúsa á meðan þeir bíða aftöku vegna glæpa sinna og ver þá í daglegu tali, t.d. með því að það eigi allir sína slæmu daga. Enn annað sem enginn veit er það að Beverly er sjálf raðmorðingi, á milli þess sem hún eldar og heldur heimili sínu í góðu standi og skoðar fugla myrðir hún vini og kunningja, fyrir það eitt að fara í taugarnar á sér, eða gera hluti sem eru illa séðir frá hennar bæjardyrum, t.d vin sonar síns fyrir að nota ekki bílbelti, kennara sonar síns fyrir að gefa honum lélega umsögn í foreldraviðtali, kærasta dóttur sinnar sem ditchaði hana fyrir aðra stelpu, kunningjahjón sín fyrir að nota ekki hnífapör við að borða og svo fram vegis. Einnig leggur hún stund á að gera ógeðsleg, morðhótandi símaöt í nágrannakonu sína af því hún svínaði einu sinni fyrir hana í bílastæði við matvöruverslun í hverfinu. Turner leikur geðveiku húsmóðurina svo vel og ástæðurnar og aðferðirnar við morðin eru svo brilliant að maður getur einhvern veginn ekki annað en haldið með morðóðu húsmóðurinni. ‘Plís dreptu kallinn, plís, plís, plííííííííís. YESSSSSSSS’. Afar gamansöm mynd sem ég mæli eindregið með.

4. The Full Monty
Gary (Robert Carlyle) og David (Mark Addy) eru atvinnulausir stáliðnaðarmenn í Sheffield, sem fá þessa frábæru hugmynd um að stunda nektardans til að græða peninga, en það eru tvö atriði sem setja strik í reikninginn - þeir eru ekki aðlaðandi og þeir kunna ekki að dansa. Þeir byrja á því að fá fyrrverandi yfirmann sinn, Gerald (Tom Wilkinson), sem þolir þá reyndar ekki, með sér í lið, þar sem hann stundar samkvæmisdansa með konunni sinni. Þeir fá svo þrjá aðra menn með sér í lið, en það lagar þó ekki fyrrnefnda vandamálið sem er það að þeir uppfylla ekki þær útlitskröfur sem eru almennt gerðar til nektardansara. Þá fær Gary þá hugmynd að þeir bæti upp fyrir það með því að fara úr hverri einustu spjör þegar þeir stíga á svið. Hinir eru þó tregir til að samþykkja það en þegar allt kemur til alls þá hefur enginn þeirra neinu að tapa. Gary gæti misst rétt sinn til að umgangast son sinn þar sem hann skuldar barnsmóður sinni marga mánuði í meðlag, David finnst hann vera aumingi fyrir að vera tekjulaus og að þurfa að reiða sig á tekjur konu sinnar, Gerald er búinn að þykjast vera ekki atvinnulaus, og telur konunni sinni trú um að hann sé í vinnunni þegar hann er á vinnumálastofnun að rembast við að finna sér vinnu og hún eyðir eins og hann sé með háar og stöðugar tekjur, þannig að hann er að drukkna í skuldum og hinir gaurnarnir…tjah, þeir eru bara blankir og lifa innihaldslausum lífum. Út frá því hefst drepfyndin atburðarrás þar sem þessir menn reyna að æfa atriðið sitt án þess að þeirra nánustu komist að hvað þeir séu að gera, Gerald, með sína óþolinmæði, reynir að kenna þeim að dansa eins og menn og allt er gert til að erfiða þeim verkið. Breskur húmor eins og hann gerist bestur.

3. Election
Reese Witherspoon og Matthew Broderick fara með aðalhlutverkin í þessari drepfyndnu mynd. Tracy Flick (Witherspoon) er hinn fullkomni straight-a nemandi sem hefur, þá stundina, það að vera kjörin forseti nemendaráðs skólans að sínu helsta takmarki. Jim McAllister (Matthew Broderick), kennarinn sem stjórnar téðum kosningum, þolir hins vegar ekki Tracy og þráir ekkert meira en að sjá hana tapa þessum kosningum. Hann gefur sig þá á tal við vinsælasta gaurinn í skólanum, Paul Metzler (Chris Klein), og sannfærir hann um að hann eigi að taka þátt í þessum kosningum, því hann sé kjörið efni í forseta nemendaráðsins. Paul slær til, Tracy til mikillar gremju. Þrátt fyrir að hún sé gáfaðasta manneskja skólans og þar að auki mjög lunkin við að fá sínu fram, þá er erfitt fyrir hana að keppa við vinsæla, ríka gaurinn sem á vini í öllum hornum skólans. Það fer að sjóða upp úr í þessari kosningabaráttu þegar systir Pauls ákveður að taka líka þátt og líf Jims, bæði í skólanum og heima hjá honum, fer að flækjast meir og meir með hverjum deginum sem líður og einhversstaðar hlýtur eitthvað að bresta með slæmum afleiðingum.

2. Death Becomes Her
Þessi kvikmynd er vafalaust ein af vanmetnustu gamanmyndum allra tíma. Hún hefur allt til staðar, frábæra leikara, frábæran söguþráð og frábæran svartan húmor. Madeline Ashton (Meryl Streep) og Helen Sharp (Goldie Hawn) eru ævafornar vinkonur, fyrir utan það litla smáatriði að Madeline stelur alltaf kærustum Helen af henni einungis vegna þess að hún getur það. Þegar Helen kynnir Madeline fyrir unnusta sínum, Ernest Menville (Bruce Willis), tekur Madeline upp á fyrri iðju, stelur Ernest frá Helen og giftist honum sjálf. Sjö árum seinna er Helen sýnd heima hjá sér í niðurníddri íbúð, fullri af sóðalegum köttum og hún er sjálf orðin vel yfir 100 kíló. Hennar helsta ánægja er að horfa á atriði í kvikmyndum þar sem Madeline er myrt á, meðan hún borðar krem upp úr dollunni með puttunum á sér. Á endanum tekur hún þá ákvörðun að ná sér niður á Madeline fyrir að stela mönnunum hennar af henni til þess eins að særa hana. Einhvern veginn heldur maður samt með Madeline þótt hún sé major tík. Sennilegast því hún er heitari.
Önnur sjö ár líða og hjónaband Madeline og Ernest stendur á brauðfótum. Þau hitta þá Helen aftur og sjá að ekki aðeins er hún orðin tágrönn, heldur er hún svakalega ungleg og glæsileg. Madeline verður miður sín við þetta og leitar til Lisle von Rhoman (Isabella Rosselini), sem hefur þá töfralausn fyrir hana sem hún hefur verið að leita að - drykkur sem gerir hana unga aftur. Madeline lætur slag standa, skellir í sig drykknum og verður ungleg og glæsileg á ný. Það er bara einn galli við þennan drykk, sem Lisle hafði ekki fyrir að minnast á - sá sem drekkur hann verður ódauðlegur. Það sem hvorki við né Madeline vitum þá er það að Helen drakk þennan drykk líka og eiga þær það þá sameiginlegt að þær munu lifa að eilífu og það verður auðvitað chaos úr því, vissulega mjög fyndið.

1. Greedy
Án nokkurs vafa er þetta fyndnasta mynd sem ég hef séð. Ég hef séð hana oftar en ég get talið og ég hlæ alltaf að henni. Joe McTeague (Kirk Douglas) er gamall milljónamæringur sem er, að ættingjar hans halda, við dauðans dyr. Þess vegna keppast þau öll við að sleikja á honum rassgatið eins og enginn sé morgundagurinn og skjóta á hvert annað og koma upp um óþægileg leyndarmál hvors annars í matarboðum á vegum Joe frænda, til að verða sem efst í góðu bókum hans, því það vilja allir fá eins mikið af peningum frá honum og hægt er. En Joe gamli er ekki eins heimskur og kalkaður og þau halda og hann gerir í því að ýta undir hegðun þeirra og örvæntingu. Þegar hann fær svo afar fallega og unga “hjúkrunarkonu” til að vinna fyrir sig og búa hjá sér, hafa þau upp á fjarlægum frænda sínum, sem er ofarlega í góðu bókum Joe, til að reyna að losna við hjúkkuna og fá sinn skerf af auðæfum hans. Þessi mynd er frábær í alla staði, en fær þó ekki nema 5.9/10 á imdb. Vafalaust get ég titlað þessa kvikmynd vanmetnustu kvikmynd allra tíma. Horfið bara á hana, you'll see.