Eyes Wide Shut (1999) Gagnrýni Leikstjóri: Stanley Kubrick
Aðalleikarar: Tom Cruise, Nicole Kidman.

Sölvi Sigurður

Mitt álit:

Leiðinlegt að vita það að hann Kubrick gamli hafði dáið 4 eftir final-cutið á Eyes Wide Shut. Hann sem var held ég besti leikstjóri alla tíma, myndirnar hans frá 2001 og alveg hingað líta rosalega vel út. Held ég bestu myndirnar hans á mínu mati eru A Clockwork Orange sem er held ég besta mynd sem ég hef séð, Full Metal Jacket og Eyes Wide Shut. Stanley Kubrick er legend, blessun sé minning hans, enda er hann mikill “Influence” marga kvikmyndagerðamanna.

Handritið er byggt af smásögu sem heitir “Dream Story” eftir Arthur Schnitzler og ég verð að segja, handritið er svo stútfull af pælingum að heilinn minn gat ekki ráðið við það. Mér leið eins og ég var að horfa á myndavél við að elta mann í erfiðleikum. Tilfinningarnar í myndinni eru svo svakalegar að ég held að ég hafi tárast aðeins. Samtölin eru líka fáranlega raunveruleg að það var erfitt að horfa í sumum pörtum. Handritið er á sjálfum sér ógeðfellt. Allt er svo of raunverulegt, allt í myndinni var svo mikið troða öllu inn í sér, dáldið þunglyndislegt og lokað. Eins og enginn vildi segja neitt, við þurfum í alvörunni að finna út hvernig persónur myndarinar líður.

Tom Cruise og Nicole Kidman voru með ólíkindum í myndinni. Eins og ég sagði áður, voru gjörsamlega að loka sig inni og ég pældi í því allan tíman hvernig þau liðu og hvað var í gangi í hausnum á þeim allan tíman. Persónurnar sem þau léku voru alls ekki illa skrifaðar, enda fann maður dáldið til með þeim í endanum, ef þau hefðu verið illa skrifað, þá hefði ég verið ósáttur með myndina, en án djóks þetta er var ógeðslega flott hjá þeim.

Ef maður er ekki að hugsa um persónurnar sem Tom og Nicole eru að leika þá eru persónurnar í kring eru annsi áhugaverðar líka. Enda segji ég, miklar pælingar (hvað er ég búin að segja orðið “pælingar” oft?). Held ég leikarin sem mér fannst vera áhugaverðastur þá er það Todd Field sem lék píanóleikaran. Hann lék þetta svo rosalega vel, maður var fastur við sætið.

Efnið sjálft er rosalega gott. Myndatakan (hefur alltaf haft áhrif á mig þegar ég horfi á Kubrick-mynd) er fokking góð, klipping var góð og ég leikurinn…(þarf ég að segja það?). Myndin er áhrifamikil frá upphafi til enda. Kubrick aðdáendur eiga eftir að dýrka þessa mynd, held ég, ef ekki þá veit ég ekki hvað skal segja. Kannski ekkert. En, ég mæli með að þeir sem elska Kubrick, horfi á þessa mynd.

10/10