A Knight´s Tale- Mynd Sem Kemur á Óvart A Knight´s tale

Lengd: 132 mín.

Aðalhlutverk: Heath Ledger, Rufus Sewell, Shannyn Sossamon,
Paul Bettany, Mark Addy og Alan Tudyk.

Leikstórn: Brian Helgeland

___________________________________________________________________


A Knight´s tale fjallar um skjaldsveininn
William Thatcher sem ákveður að breyta örlögum
sínum og verða frægur burtreiðakappi.
Hann býr sér til aðalstign til að mega taka þátt
í keppnunum og reynist síðan svona líka rosalega góður.

=-_-=-_-=-_-=-_-=-_-=-_-=-_-=-_-=-_-=-_-=-_-=-_-=-

Myndin inniheldur allt sem þarf til að
maður nenni að horfa á hana: góða riddarann,
vonda riddarann, fallegu prinsessuna, ást & hatur,
gott & illt… Eins og ég var búin að heyra margt
slæmt um þessa mynd og bjóst allt eins við einhverju
disastri!! Þá fékk ég bara hina fínustu afþreyingu
og skemmti mér konunglega við að horfa á skjáinn.

=-_-=-_-=-_-=-_-=-_-=-_-=-_-=-_-=-_-=-_-=-_-=-_-=-

Myndin er ekkert framúrskarandi góð,
en hún er skemmtileg og rokkuð…
slagorð myndarinnar er reyndar frekar corny,
He will rock you!! en það er bara húmor í því.

Allavega, ég mæli með myndinni hún var alls ekki leiðinleg.
Það er minn dómur a.m.k. ***/*****

Takk
umsalin