Mamma Mia. Var að koma af Mamma Mia sem er sýnd í háskólabíói.

Þetta er dans og söngvamynd byggð á söngleiknum Mamma Mía sem sýndur hefur verið í yfir 160 borgum, á 8 tungumálum og verið sóttur af yfir 30 milljón manns.

Myndin fjallar um einstæðu móðurina Donnu (Meryl Streep) reku hún lítið hótel á grískri eyjaparadís.

Sophie (Amanda Seyfried) dóttir hennar, finnur gamla dagbók mömmu sinnar og finnur út að hún á hugsanlega 3 pabba. Hún er að fara að gifta sig og er að leita að föður sínum líka og býður þrem mönnum úr fortíð móður sinnar og vonar að einn þeirra geti fylgt sér að altarinu.

Tónlistinn er snild og eru öll bestu lög Abba að mínu mati í myndinni eins og S.O.S. og Mamma Mia.
Myndin skartar úrvals leikurum á borð við Meryl Streep, Pierce Bronsnan og Colin Firth.

Reynar var lögin líka textuð og fanns mér það fyrst asnalegt en svo þegar leið á myndina kemur þetta vel út.

Aðalhlutverk: Amanda Seyfried, Meryl Streep, Pierce Brosnan, Colin Firth, Stellan Skarsgård, Julie Walters, Dominic Cooper.

Ég mæli með þessari mynd og gef henni
*****/***** mögulegum.

Hér er um fjölun um hana á IMDB