Ég hef séð átta myndir eftir snillinginn og mér finnst nokkrar myndir standa uppúr:

Hard Boiled: alllgjör snilldarmynd með Chow Yun Fat og Tony Leung.
Bullet in the Head: Tony Leung í mynd sem gerist í Víetnamstríðinu.
Once A Theif: Snilldar þjófa-mynd með Chow Yun Fat.
Better Tomorrow: frekar væmin en engu að síður snilldar mynd.

Þetta eru allt kínverskar myndir hér að ofan en eins og allir vita varð hann fyrst frægur hér fyrir vestan við gerð Hollywood mynda og þar má nefna: Hard Target, Broken Arrow, Face Off og Mission Impossible 2. Allar eru þær afspyrnu lélegar fyrir utan Face Off sem kemst nálægast því að vera í hópi þeirra fjögurra mynda sem nefnd eru hér efst. Þá spyr fólk kannski: “er Hollywood algjört eitur fyrir góða kvikmyndagerðamenn?” svarið væri þá já því að gott dæmi um það er Jackie Chan og Jet Li sem að hafa gert það gott lengi í Asíu en eftir ameríkuför þeirra hafa þeir gjörbreyst og orðir algörir vitleysingar. Chow Yun Fat er alkunnur leikari nú til dags en það sem að margir vissu ekki er að hann lék í alflestum myndum eftir John Woo en hann er nýkominn inn í hinn spillta heim Hollywood mynda. Tony Leung er líka góðkunnur leikari í John Woo myndum en sem betur fer hefur hann ekki smitast af Hollywood sýkinni sem margir Asískir leikarar eru að spillast fyrir. John Woo er virkilega góður í að semja skemmtileg spennu-atriði og fyrir mér eru þau eftirminnilegust í Hard Boiled. Þeir sem hafa aðeins séð þessar leiðinlegu Hollywood myndir sem hann hefur gert ættu að heimsækja goðar vídeólegur bráðum og sjá hvað ég er að tala um.

(plís ekki vera böggast í mér út af nokkrum stafsetningavillum!)
64