V For Vendetta *Þessi grein innheldur spoilera um söguþráð og enda myndarinnar*
Hæ,hæ eins og sumir hverjir á þessu áhugmáli sem fá þá flugu í höfuðið að fara kannski að leiga spólu í nærliggjandi sjoppu og grípa kannski bland í poka í leiðinni. Síðastliðinn laugardag gerði ég mér glaðan dag með vinum mínum og leigði hina FRÁBÆRU spólu V For Vendetta sem ég verð að segja að hún er ein af topp 10 myndunum mínum og já kannski á topp 5 listanum mínum. Mun koma stutt skýring á innihaldi myndarinnar.

V for vendetta er teiknimyndasería skrifuð af Alan Moore. V for vendetta segir frá Bretlandi í ókomnri framtíð og einkennist Bretland af sinni alræðisstefnu og harðræði.

Leikstjóri:James McTeigue og the Wachowski brothers
Skrifuð af:The Wachowski brothers
Aðalleikarar:Natalie Portman, Hugo Weaving, Stephen Rea, John Hurt, Stephen Fry

Myndin fjallar um frelsis baráttumaninn og anarkismann V sem reynir að gera hvað sem er sem í hans valdi stendur að reyna að koma á fót réttlæti meðal Breta. Í upphafi myndarinnar er ráðist á Evey Hammond unga og vinalega konu. V hjálpar henni að komast frá vondum örlögum og stráfellir þessa spillta lögreglu sem ræðst á hana í upphafi myndarinnar, en aumingja Evey var á leiðinni að hjálpa frænda sínum. Í framhaldi af þessi sprengir V þinghús Breta og kanslari Bretland Adam Sutler er staðráðinn í því að góma þennan hryðjuverkamann.

Evey vinnu á sjónvarpsstöð og einmitt þar beinast augu V og ræðst hann inn í bygginguna þar sem hann sjónvarpar það sem ríkisstjórninn segir vera áróður en er hann að segja íbúum Bretlands að standa andspænis ríkisstjórninni og ekki láta bjóða sér upp á svona harðræði. Evey bjargar V þar sem lögreglumaður beinir byssu sinni á hann en Evey ræðst á lögreglumanninn með piparúða. Í kjölfarið af því segir V henni frá því að hann hefur verið að drepa ýmsa meðlimi ríkisstjórnarinnar, Evey verður hrædd en áttar sig á því að þessar aðgerðir eru réttar ef koma skal á friði og réttlæti með Breta. Evey fer svo til vinar síns Gordon en hann vinnur líka á sjónvarpsstöð og er nokkurs konar spjallstjórnandi og gerir hann grín að kanslaranum sjálfum og um nóttina koma lögreglumenn og ráðast inn á heimili hans og grípa hann glóðvolgan en Evey felur sig undir rúmi og er hún að upplifa það sama og gerðist í æsku hennar þegar foreldrar hennar voru líka teknir af lögreglunni. Evey reynir að flýja með því að stökkva út um gluggan á húsinu en kemur að henni maður og setur svartan poka á hausinn á henni og fyrr en varir vaknar hún í dimmu herbergi þar sem verið er að yfirheira hana. Hún er pyntuð dögum saman og á meðan á fangelsis vistinni stendur finnur hún marga miða af gömlum fanga sem var þarna fyrir og segir þessi fangi frá lífi sínu í hnotskurn. Að lokum er Evey sagt að hún muni vera tekinn af lífi nema hún gefi upp hvar V er staðsettur, Evey sem er dauðþreytt eftir eilífar pyntingar segir að hún muni frekar deyja og þá allt í einu er sleppt henni. Þegar hún gengur eftir þessum dimma gangi sér hún allt í einu kunnulegar sjónir hemili V og uppgvötar hún það að þetta allt hafi verið sviðsett, Evey hatar V fyrir allt sem hann hafði gjört að láta hana sætta öllum þessum pyntingum en V segir henni að henni langaði að vera óttalaus og ekki hafi verið til auðveldari leið. Rétt er að geta þess að öll þessi reynsla Eveys hafði V gengið í gegnum í stofnun sem heitir Larkhill og voru þar framkvæmdar margar ómannúðlegar tilraunir.

Að lokum yfirgefur Evey V og lofar hún að hitta hann aftur fyrir 5.nóvember sem er dagurinn sem hann sprengdi ráðhúsið upp og ætlar hann sér að sprengja það nýja líka. Þegar líður að 5.nóvember er ringlureið í Bretlandi ríkisstjórnin eflir öryggisgæsluna í kringum ráðhúsið og leyfir lögreglumönnum að skjóta hvern sem er sem ber svo kallaða “Guy Fawkes” grímu sem er gríman sem V ber. Kanslarinn Adam Sutler kennir creedy um allt saman( þar að segja öll mistökin sem hafa átt sér stað í ríkisstjórninni og mun kanslarinn kenna Creedy um eyðileggingu nýja þinghúsins ef V nær að sprengja það) sem leiðir til þess að hann samþykkir samkomulagið hans milli V , en samkomulagið var svo hljóðandi að ef creedy mundi rétta V kanslarann sem leiðir náttúrulega til þess að V drepur hann (reyndar var það creedy sjálfur sem tók af skarið og skaut Adam) þá mundi V gefa sig fram. Creedy samþykkir þetta en V gefst ekki baráttulaust upp og drepur Creedy og hans menn í hreint magnaðum bardaga, en V sem er særður eftir bardagann deyr í fangi Evey sem bíður hans rétt hjá neðanjarðarlest, og þessi neðanjarðarlest er full af sprengiefnum og liggur beint undir sjálft þinghúsið. Evey er skyndilega gómuð af lögreglumanninum sem hefur verið að rannsaka þetta mál ítarlega þar að segja málið um Larkhill og svo framvegis og fer sjálfur að skilja að ríkisstjórnin á þetta einfaldlega skilið fyrir allar þær hamfarir sem hún hefur valdið bresku þjóðinni. Evey setur lestinna í gang ásamt líki V innanborðs einmitt á þessi andartaki fer heilt mannhaf af fólki að bera þessa sýn fyrir augum sér þar að segja eyðileggingu þinghúsins, og má geta þess að allt þetta fólk var með “Guy Fawkes” grímu. Myndin endar á því að Evey og lögreglumaðurinn þar að segja inspector Finch virða eyðileggingu þinghúsins fyrir sér og talar Evey um V sem pabba,vin,bróðir og barasta manninn sem bjargaði Bretlandi frá alræðisstjórn.

Gagnrýni:
Þessi mynd var hreint frábær eins og ég talaði um í upphafi þessarar greinar. Fær hún 4/5 sem spennu og grín mynd og er hún nokkuð rómantísk að mínu mati. Þessi mynd endurspeglar það meðal annars að valdið á að vera hjá fólkinu en því miður eru nokkur ríki í heiminum með ólýðræðislegt stjórnarfar. Og segi ég bara enn og aftur hreint frábær mynd!, og mæli ég eindregið með henni.