Sögu VHS lokið Þeir sem ekki hafa enn fjárfest í DVD spilara ættu að fara að hugsa um það. Sögu VHS spólanna er formlega lokið og síðasta VHS spólan verður gefin út 1. mars. Þá er þetta búið. Markaðurinn á íslandi er gjörsamlega dauður hvað VHS spólurnar varðar og hætta útgefendur hér á landi allgjörlega að framleiða VHS spólur. Myndform ætlar þó að halda því örlítið áfram á stórmyndum en annars hefur DVD allveg tekið við markaðinum.

Þegar VHS kom fyrst til sögunnar var það stóri slagurinn á milli VHS og BETA-tækjanna svokölluðu. BETA tækin náður aldrei neinum vinsældum og eru hvergi sjáanlega í dag. Þó eru þau mikið notuð af stjónvarpstöðvum hér á landi, t.d. rúv og stöð 2. Nánast allir þættir og kvikmyndir sem þú sérð í sjónvarpinu er spilað af BETA spólu.

Myndbandstækin voru mjög dýr til að byrja með og vildu menn meina að þetta yrði lúxusvara sem að aðeins ríka fólkið hefði efni á. Árið 1982 skall mikið verðstíð framleiðenda Beta- og VHS-tækjanna. Um tíma seldu japanir myndbandstækið í evrópu undir kostnaðarverði. Í byrjun árs 1983 fóru evrópsku fyrirtækin Philips og Grundig í mál við japönsku framleiðendurna. Settur var í beinu framhaldi kvóti á þann fjölda myndbandstækja sem Japanir máttu selja í Evrópu á næstu þremur árum.

Myndbandstækin nutu gríðalegra vinsælda síðustu 20 ár en nú eru DVD-tæknin að ryðja gömlu myndbandstækjunum úr vegi.

Þetta þýðir þó alls ekki að DVD sé bara komið til að vera og ekkert meira eigi eftir að gerast. Því að seinna á þessu ári kemur ný kynslóð diska, öllu heldur tvær kynslóðir. Blue Ray og HD-DVD heita þessir diskar. Það verður gaman og allt í senn fróðlegt að fylgjast með þessum nýungum. Til gamans má geta að HD-DVD er nú þegar farið að láta sjá sig því að leikjatölvan Xbox 360 byggir einmitt á HD-DVD diskunum.
Cinemeccanica