Tilnefningar til 78. Óskarsverðlaunanna voru gerð ljós í dag og það er fátt sem kemur á óvart. Eins og við mátti búast er Brokeback Mountain með flestar tilnefningar eða samtals átta, samkv. www.oskars.com.

Hér koma valdar tilnefningar, aðeins þær stærstu:

Leikari í aðalhlutverki
Philip Seymour Hoffman - CAPOTE
Terrence Howard - HUSTLE & FLOW
Heath Ledger - BROKEBACK MOUNTAN
Joaquin Pheonix - WALK THE LINE
David Strathrain - GOOD NIGHT, GOOD LUCK

Hér kemur mér á óvart að sjá ekki Russel Crowe fyrir Cinderella Man. Einnig bjóst ég við að sjá Viggo Mortensen fyrir A History of Violence.

Leikari í aukahlutverki
George Clooney - SYRIANA
Matt Dillon - CRASH
Paul Giamatti - CINDERELLA MAN
Jake Gyllenhaal - BROKEBACK MOUNTAIN
William Hurt - A HISTORY OF VIOLENCE

Það kemur skemmtilega á óvart að sjá William Hurt hérna en hann átti stórleik í kvikmyndinni A History of Violence þrátt fyrir að það hafi aðeins verið 10 mín hlutverk. Ég bjóst ekki við að sjá Matt Dillon þarna. Paul Giamatti tilnefndur, sáttur með það.

Leikkona í aðalhlutverki
Judi Dench - MRS. HENDERSON PRESENTS
Felicity Huffman - TRANSAMERICA
Keira Knightley - PRIDE & PREJUDICE
Charlize Theron - NORTH COUNTRY
Reese Witherspoon - WALK THE LINE

Ánægður að sjá Reese Witherspoon þarna og Charlize Theron. Býst við að slagurinn standi á milli þeirra.

Leikkona í aukahlutverki
Amy Adams - JUNEBUG
Catherine Keener - CAPOTE
Frances McDormand - NORTH COUNTRY
Rachel Weisz - THE CONSTANT GARDENER
Michelle Williams - BROKEBACK MOUNTAIN

Fátt um fræg nöfn hér sem er hið besta mál. Aðeins ein leikkona hér hefur verið tilnefnd áður (og unnið) og það er Frances McDormand fyrir Fargo, 1997.

Leikstjórn
Ang Lee - BROKEBACK MOUNTAIN
Bennett Miller - CAPOTE
Paul Haggis - CRASH
George Clooney - GOOD NIGHT, AND GOOD LUCK
Steven Spielberg - MUNICH

Hér bjóst ég við að sjá Ron Howard fyrir sína firnasterku mynd Cinderella Man og það hefði ekki komið mér á óvart að sjá Peter Jackson fyrir King Kong. Fínt að sjá Steven Spielberg þarna aftur en hann hefur ekki komið nálægt Óskarnum síðan '99, fær núna sína sjöttu tilnefningu en hann hefur unnið tvisvar.

Besta mynd
BROKEBACK MOUNTAIN
CAPOTE
CRASH
GOOD NIGHT, AND GOOD LUCK
MUNICH

Persónulega er ég ekki sáttur að hafa Crash þarna enda var hún fyrir mér mikil vonbrigði. Skil ekki af hverju Cinderella Man er ekki þarna því hún ætti það skilið. Sú mynd er greinilega ekki að skora hátt hjá Akademíunni. Það kemur mér mjög á óvart að sjá ekki Walk the Line þarna, ég held að Ray sé um það að kenna því þær fjalla um það sama, “sannsöguleg” um dáinn tónlistarmann sem gerði það gríðarlega gott á sínum ferli með öllum sínum hæðum og lægðum.

Listræn stjórn
GOOD NIGHT, AND GOOD LUCK
HARRY POTTER AND THE GOBLET OF FIRE
KING KONG
MEMOIRS OF A GEISHA
PRIDE & PREJUDICE

Kvikmyndataka
BATMAN BEGINS
BROKEBACK MOUNTAIN
GOOD NIGHT, AND GOOD LUCK
MEMOIRS OF A GEISHA
THE NEW WORLD

Klipping
CINDERELLA MAN
THE CONSTANT GARDENER
CRASH
MUNICH
WALK THE LINE

Handrit, byggð á öðru útgefnu efni
BROKEBACK MOUNTAIN
CAPOTE
THE CONSTANT GARDENER
A HISTORY OF VIOLENCE
MUNICH

Handrit, frumsamið
CRASH
GOOD NIGHT, AND GOOD LUCK
MATCH POINT
THE SQUID AND THE WHALE
SYRIANA

Sjónrænar tæknibrellur
THE CHRONICLES OF NARNIA: THE LION, THE WITCH AND THE WARDROBE
KING KONG
WAR OF THE WORLDS

Hljóðbrellur
THE CHRONICLES OF NARNIA: THE LION, THE WITCH AND THE WARDROBE
KING KONG
MEMOIRS OF A GEISHA
WALK THE LINE
WAR OF THE WORLDS

Eins og áður sagði, fátt sem kemur á óvart nema einstaka tilnefningar af minni hálfu. Í heildina séð, frekar sáttur held ég. Já já.

Ath, þessi grein birtist einnig á www.mania.stuff.is.
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.