Die Hard Die Hard trilogían er ein af mínum uppáhalds enda eru hérna á ferðinni alveg frábærar hasarmyndir með góðum húmor, skemmtilegum persónum og já það er rétt, alvöru hasar. Ég hef séð þessar myndir nokkuð oft og miðað við þá reynslu verð ég að segja að mér finnst 2 standa hinum aðeins að baki en originallinn er samt alltaf bestur. Ég ætla að gera grein um allar þrjár en hér kemur fyrsta:

Die Hard (1988)

Ég sá kork hér á kvikmyndir um jólamyndir. Þetta er THE jólamyndin. Maður kemst alltaf í jólafíling við að á Die Hard. Það klikkar ekki. Myndin er líka í 156. sæti á imdb.com og það segir allt sem segja þarf um gæði myndarinnar. Að auki var hún tilnefnd til ferna Óskarsverðlauna, þ.á.m. fyrir bestu tæknibrellurnar, en það má draga þá ályktun að hún hafi ekki hlotið þau. Þau verðlaun fékk “Who framed Roger Rabbit” eftir Robert Zemeckis. Hef ekki séð þá mynd en ég hefði samt viljað sjá Die Hard hreppa þessi verðlaun.

Die Hard heitir svolítið skemmtilegum nöfnum í sumum löndum, hef reyndar aldrei séð íslenska þýðingu fyrir hana. Í Rússlandi heita myndirnar 3 “A Hard Nut to Crack”. Skemmtilegur titill þar á ferð. Í Ungverjalandi heita þær, “Give your life expensive”, “Your life is more expensive” og The life is always expensive”. Á Spáni heitir hún “Crystal Jungle” því þegar Hans og Karl eru að splundra rúðunum er John berfættur. Hinar myndirnar heita þetta líka á Spáni.

Bruce Willis er hér í sínu frægasta hlutverki sem lögreglumaðurinn John McClane. Bruce Willis var nú samt ekki efst á óskalistanum hjá framleiðendunum því ofar voru menn eins og Arnold Schwarzenegger, Sylvester Stallone, Clint Eastwood og Richard Gere! Ímyndið ykkur ef hann hefði fengið hlutverkið en það er samt alltaf hægt að vera vitur eftir á. Það er nefnilega þannig með flestar myndir að maður getur ekki ímyndað sér neinn annan en þann sem leikur persónuna leika hana. Það gengur einhvern veginn bara ekki upp. Eins og með þessa mynd finnst mér Bruce Willis vera alveg skapaður fyrir þetta hlutverk. Þegar maður hugsar um Richard Gere hugsar maður um eitthvað væmið, allavega nú til dags, veit ekki hvort Richard Gere var einhver bad-ass á fyrri árum en hann hefur ekki sama look og Bruce Willis. John McClane er svalur gaur og Bruce Willis er svalur. Hann hefur svona hart look sem manni finnst passa svo fjandi vel við John en eins og allir vita er John McClane löngu orðinn klassískur karakter.

Snúum okkur að myndinni. Ég ætla ekki að segja mikið frá söguþræðinum en samt smávegis. John McClane kemur til Los Angeles til að verja jólunum með eiginkonu sinni Holly, sem vinnur hjá Nakatomi fyrirtækinu, en þau eru skilin að borði og sæng. Stuttu eftir að þau hittast í Nakatomi-byggingunni þar sem Holly er í jólaboði hjá Nakatomi fer allt í bál og brand því þýskir hryðjuverkamenn (í þýsku útgáfunni af myndinni eru hryðjuverkamennirnir frá Evrópu ;) mæta á svæðið og taka gestina í gíslingu. Markmiðið er að ræna um 640 milljónum dollara sem eru í geymslu í byggingunni.

(Spoiler í þessum hluta)Hans Gruber er auðvitað einn af albestu vondu köllunum sem sést hafa á hvíta tjaldinu en Alan Rickman leikur hann og er í sínu þekktasta hlutverki held ég að megi segja. Yngri kynslóðin þekkir hann betur sem Snape úr Harry Potter en hann er helmingi betri sem Hans Gruber. Svo ótrúlega yfirvegaður og svalur. Frábær karakter. Alan Rickman átti samt í nokkrum erfiðleikum meðan á tökum stóð því hann hefur þann leiðinlega kæk að gera svona “twitch” þegar hann skýtur úr byssu. Það þurfti alltaf að klippa burt frá andlitinu á honum þegar hann skaut en þessi “twitch” sést best þegar hann fattar að Holly er konan hans John, þá skýtur hann úr byssu. Atriðið þegar hann deyr er auðvitað með þeim frægari og ég vil gjarnan bera það saman við sturtuatriðið úr Psycho ;) enda frábær dauðdagi hér á ferð. Atriðið var tekið upp þannig að það var byggt tæplega 6 metra há módelbygging og úr henni hélt Alan í áhættuleikara sem lét hann falla á loftpúða. Þónokkuð fall. Áhættuleikarinn átti síðan að telja upp að þrem og sleppa Alan. Til að fá leik Alans sem raunverulegasta í þessu atriði þá sleppti áhættuleikarinn honum þegar hann var bara búinn með tvo þannig honum brá þónokkuð við fallið. (Spoiler endar)

Ég er ekki nógu viss en ég er ekki frá því að þetta sé með alfyrstu “svona” hasarmyndum það, sprengingar, byssubardagar, slagsmál og læti. Það má gjarnan benda mér á einhverja svipaða mynd sem er gerð á undan þessari í svipuðum dúr ef það er einhver. The Terminator kemst kannski næst þessari mynd en ég verð að segja að hún fölnar í samanburðinum. Terminator var að vísu tímamótamynd en hún mér finnst hún ekki verða betri með aldrinum. Allt annað með Terminator 2, hún er alltaf klassísk. Kannski er ein ástæðan fyrir þessum miklu vinsældum Die Hard er sú að svona “breakthrough” myndir eins og þessar eru alltaf klassískar rétt eins og Chaplin myndirnar voru fyrir gamanmyndir.

Það er alltaf hægt að horfa á þessa. Maður fær einhvern veginn ekki leið á henni. Ég held að af öllum myndum hafi ég horft oftast á þessa og Seven. Fullt af skotbardögum, sprengingum og látum. Frábær hasarmynd, fyndin og spennandi..
[McClane tries to call up police]
Supervisor: Attention, whoever you are. This channel is reserved for emergency calls only…
John McClane: No fucking shit, lady. Do I sound like I'm ordering a pizza? Eðallína svo ekki sé meira sagt.

Hér kemur síðan smá trivia um myndina tekin af imdb:

1. Dwayne T. Robinson (lögreglustjórinn pirrandi) segir um John “he could be a fucking bartender for all we know” Bruce Willis var einmitt barþjónn á sínum yngri árum.
2. Í þýsku útgáfunni af myndinni heitir Hans Gruber Jack Gruber.
3. Hryðjuverkamennirnir mæta á svæðið í grænum sendibíl en þetta er samskonar bíll og var sprengdur í upphafi þriðju Die Hard myndarinnar.
4. Þegar FBI gaurarnir Johnson & Johnson eru í þyrlunni segir hvíti Johnsoninn “Just like fuckin Saigon eh, slick?” og svarti Johnsoninn segir “I was in junior-high dickhead” Í raun er minna en ársaldursmunur á þessum mönnum ótrúlegt en satt.
5. Bangsinn sem John er með í byrjun er sami bangsinn og er í myndinni The Hunt for the Red Oktober en John McTiernan, sem leikstýrir Die Hard 1 & 3 leikstýrði þeirri mynd.