Ríddu mér Þið hafið eflaust flest séð auglýsinguna í sjónvarpinu og Fókus. En ég ætla hér aðeins að fjalla ítillega um þessa mynd. Myndin heitir Baise Moi á frönsku, enda kemur hún þaðan.

Vinkonurnar tvær, hafa orðið nokkuð utanvelta í þjóðfélaginu, þ.á.m. annari þeirra hefur verið nauðgað. Fyrir tilviljun hittast þær aftur og leggja af stað í mjög, mjög blóðugt ferðalag, sem áreiðanlega kemur þónokkuð mikið um kynlíf, ef ekki bara klám!

Myndin er sú umdeildasta sem komið hefur á hvíta tjaldið, og eru margir hissa að Frakka hafi ekki gefið henni X. Það er einn gagnrýnandi á IMDb.com og líkaði henni/honum myndina, sem er skrýtið því þau eru ekki hrifin af klámi og þannig.

Ég held að það verði nokkuð erfitt að koma sér inná þessa mynd, hún verður sýnd í Regnboganum, þann 6. júlí. Og það er ekkert venjulegt “Stranglega bannað innan 16”, nei, það verður nefnilega sérstakur dyravörður sem athugar skilríki! Ætli maður verði ekki bara að fá vin sinn með í þetta, setjast ofan á axlir hans, fara í stóran frakka, mála yfirvaraskegg og setja á sig stóran hatt, og passa sig að detta ekki ;)

Svo þegar hún kemur á leigu (ef hún kemur á leigu), ætli það verði þá jafn mikil “gæsla” og er á venjulegum vídeóleigum ? Vonandi ekki :)


sigzi